Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 49

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 49
G ö n g u f e r ð i r í h e i m a b y g g ð TMM 2014 · 4 49 Þar sem parketið endaði við þröskuldinn inn í þvottahús lifnuðu verk Gordons Matta­Clark; sundurskorin hús. Þegar ég gekk frá ryksugunni í þvottahúsinu mætti ég Dieter Roth í kanínugrindinni, hún var tóm en einn kúlulaga kanínuskítur hafði orðið eftir upp við vegg og nokkur þurr strá lágu á grálökkuðu steingólfinu. Frammi í stofunni sneri ég mér að kaffiplöntunni og gekk með Marcel Broodthaers inn á baðherbergið á neðri hæðinni, setti plöntuna á sturtu­ botninn og lét rigna yfir hana úr sturtuhausnum. Guillaume Bijl fylgdist með. Sólargeislar og skuggar á vegg kalla fram málverk Sigurðar Árna Sigurðs­ sonar og inni í unglingaherberginu, í ljúfri óreiðu, varð mér hugsað til Tracy Emin. Kannski var áþekkt um að litast í herberginu hennar áður en hún varð fullorðin, áður en hún flutti að heiman, áður en hún ákvað að verða mynd­ listarmaður, áður en hún gerði frægt verk sitt Rúmið mitt. Á gluggasyllunni í stofunni skein sólin á stóran skúlptúr úr pappamassa, mótaðan og málaðan eins og nagað epli í anda Claes Oldenburg. Fyrir utan svalagluggana á efri hæðinni hefur Sigurður Guðmundsson einkarétt á sjón­ deildarhringnum og speglun appelsínugula tunglsins í haffletinum sem ég sá einn morguninn í vikunni. 18.2.14 Suður Jörfaveginn með kalda norðanáttina í bakið og sólina í augun. Loftið var þurrt og rykugt og litirnir brúnleitir, gulir, gráir en himinninn heiður, ljósblár. Á Bessastöðum var flaggað. Hljóp skáhallt yfir Norðurnesveginn áður en ég kom að hringtorginu til þess að stytta mér leið í kuldanum og vindinum. Golfvöllurinn fyrir hverfinu miðju var rennisléttur, grasið ein­ hvern veginn gulbrúngrænt, hlýtt og milt á lit, stöku frosnir pollar eins og mjó, gráblá strik hér og hvar. Á rennisléttum golfvellinum var gæsahópur á beit, tugir grágæsa teygðu fram hálsinn og rótuðu með gogginum í grasinu, allar sem ein. Engin þeirra leit upp, vappaði um eða hóf sig til flugs. Þær voru eins og lítill her að störfum á vellinum, önnum kafnar við verkefni sem enginn skildi nema þær. Nú bættust fjórar í hópinn, komu fljúgandi úr norðri og byrjuðu strax á því að teygja fram álkuna eins og hinar. Þær högguðust ekki á meðan ég gekk fram hjá. Á hinum golfvellinum, handan við veginn, vellinum sem liggur aflíðandi niður að sjónum þar sem Haukshús er í túnfætinum, liggur bein röð af grenitrjám frá veginum og niður að sjó. Hvert og eitt var girt af með fjórum staurum og á milli þeirra strekktur strigi eins og kassi, skjól fyrir vindi. Grenitré þrífast illa í seltu. Þetta var röð­og­regludagurinn. Hólfuð tré, hvert hús á sínum stað, skugg­ arnir féllu eins og þeir áttu að gera. Eitt skip sýnilegt við sjóndeildarhring. Snæfellsjökull nær ósýnilegur en var þarna samt, fjallgarðurinn á Snæfells­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.