Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 49
G ö n g u f e r ð i r í h e i m a b y g g ð
TMM 2014 · 4 49
Þar sem parketið endaði við þröskuldinn inn í þvottahús lifnuðu verk
Gordons MattaClark; sundurskorin hús. Þegar ég gekk frá ryksugunni í
þvottahúsinu mætti ég Dieter Roth í kanínugrindinni, hún var tóm en einn
kúlulaga kanínuskítur hafði orðið eftir upp við vegg og nokkur þurr strá
lágu á grálökkuðu steingólfinu.
Frammi í stofunni sneri ég mér að kaffiplöntunni og gekk með Marcel
Broodthaers inn á baðherbergið á neðri hæðinni, setti plöntuna á sturtu
botninn og lét rigna yfir hana úr sturtuhausnum. Guillaume Bijl fylgdist
með.
Sólargeislar og skuggar á vegg kalla fram málverk Sigurðar Árna Sigurðs
sonar og inni í unglingaherberginu, í ljúfri óreiðu, varð mér hugsað til Tracy
Emin. Kannski var áþekkt um að litast í herberginu hennar áður en hún varð
fullorðin, áður en hún flutti að heiman, áður en hún ákvað að verða mynd
listarmaður, áður en hún gerði frægt verk sitt Rúmið mitt.
Á gluggasyllunni í stofunni skein sólin á stóran skúlptúr úr pappamassa,
mótaðan og málaðan eins og nagað epli í anda Claes Oldenburg. Fyrir utan
svalagluggana á efri hæðinni hefur Sigurður Guðmundsson einkarétt á sjón
deildarhringnum og speglun appelsínugula tunglsins í haffletinum sem ég
sá einn morguninn í vikunni.
18.2.14
Suður Jörfaveginn með kalda norðanáttina í bakið og sólina í augun. Loftið
var þurrt og rykugt og litirnir brúnleitir, gulir, gráir en himinninn heiður,
ljósblár. Á Bessastöðum var flaggað. Hljóp skáhallt yfir Norðurnesveginn
áður en ég kom að hringtorginu til þess að stytta mér leið í kuldanum og
vindinum. Golfvöllurinn fyrir hverfinu miðju var rennisléttur, grasið ein
hvern veginn gulbrúngrænt, hlýtt og milt á lit, stöku frosnir pollar eins og
mjó, gráblá strik hér og hvar.
Á rennisléttum golfvellinum var gæsahópur á beit, tugir grágæsa teygðu
fram hálsinn og rótuðu með gogginum í grasinu, allar sem ein. Engin
þeirra leit upp, vappaði um eða hóf sig til flugs. Þær voru eins og lítill her
að störfum á vellinum, önnum kafnar við verkefni sem enginn skildi nema
þær. Nú bættust fjórar í hópinn, komu fljúgandi úr norðri og byrjuðu strax
á því að teygja fram álkuna eins og hinar. Þær högguðust ekki á meðan ég
gekk fram hjá.
Á hinum golfvellinum, handan við veginn, vellinum sem liggur aflíðandi
niður að sjónum þar sem Haukshús er í túnfætinum, liggur bein röð af
grenitrjám frá veginum og niður að sjó. Hvert og eitt var girt af með fjórum
staurum og á milli þeirra strekktur strigi eins og kassi, skjól fyrir vindi.
Grenitré þrífast illa í seltu.
Þetta var röðogregludagurinn. Hólfuð tré, hvert hús á sínum stað, skugg
arnir féllu eins og þeir áttu að gera. Eitt skip sýnilegt við sjóndeildarhring.
Snæfellsjökull nær ósýnilegur en var þarna samt, fjallgarðurinn á Snæfells