Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 66

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 66
S i n d r i F r e y s s o n 66 TMM 2014 · 4 stöð, bílageymslum og skýlum fyrir tvær risaflugvélar. En alvaran, kannski sorgin, hafði gert hann einrænan og aðeins sú eina ástríða sem hann enn getur notið fékk megnað að stugga honum út úr einkaveröld hans, ástríðan sem hafði fært nafni hans frægð frá suðri til norðurs og austur til vesturs, ástríðan sem var helgidómur allra lög­ gæslumanna, ástríðan sem hafði fært honum hina tilkomumiklu nafnbót: Konungur leynilögreglumanna. Þegar öllum öðrum mistókst var hann beðinn um að mæta og af stórkostlegum dugnaði sínum einhendir hann sér – skeytingarlaus um dauðann – í baráttuna fyrir réttlætinu, og engin dæmi eru um að hann hafi nokkru sinni látið deigan síga. Nú segja þessi hefti frá því sem á daga hans hefur drifið og ævintýrum sem skipta hundruðum, frá manninum með stálhnefana, meistara hinna þúsund grímna, mann­ inum með skarpleita, karlmannlega andlitið þar sem rólyndisleg augun virðast ýmist geta skyggnst í sálu fólks og logað af dirfsku og eldmóði – Basil fursta, konungi leyni­ lögreglumannanna.5 Sænskættuðu grámyglurnar sem rýna í fáfengilega glæpi á klakanum blikna augljóslega í samanburði við þetta hágöfuga valmenni ættarsóma og auð­ legðar. Í blaðagrein sem birtist um Basil fyrir röskum aldarfjórðungi er vitnað í ýmsa þá sem lesið höfðu furstann sér til gagns og gamans á árum áður og lýsti einn þeirra Basil svo að hann væri „hin jákvæða hetja hagkerfis Vesturlanda.“6 Þessi lýsing er einkar áhugaverð því að hún stillir Basil upp sem nokkurs konar sverði og skildi kapítalismans – hins löglega nota bene því hann barðist einarðlega gegn t.d. mansali og eiturlyfjasölu. Þegar við bætist bakgrunnur hans (flóttamaður frá föðurlandi sínu eftir kommúníska byltingu) og ætterni (af ótilgreindu aðalsslekti) má segja að furstinn hafi verið fulltrúi íhaldssamrar aristókrasíu á þeim tíma veraldarsögunnar sem einkar hart var sótt að henni. Á þeim tíma sem „gamla samfélagið, gamla hagkerfið, gömlu pólitísku kerfin höfðu „glatað umboði af himni“ …“7 Og það brann enginn byltingarandi í brjósti hins trúfasta einkaþjóns furstans, Sam Foxtrot, alþýðumanns (fyrrum sjómanns) sem undi sáttur við að aðstoða herra sinn í smáu og stóru. Hin forna og forpokaða stéttaskipting þreifst prýðilega í höll furstans. Basil var auðvitað ekki fyrsti ofurspæjarinn sem heiðraði Ísland með nær­ veru sinni. Sherlock Holmes var hin stóra fyrirmynd allra þeirra sem á eftir töltu og vildu klekkja á glæpahyski þessa heims. Hann reykti fyrstu pípuna hérlendis í Sögusafni Reykjavíkur árið 1906 og fyrsta íslenska glæpasagan hét raunar Íslenzkur Sherlock Holmes (1910), smásaga eftir Jóhann Magnús Bjarnason sem birtist í bókinni Vornætur á Elgsheiðum.8 Þar leysti Vestur­ Íslendingurinn Hallur Þorsteinsson fremur ómerkilegt sakamál, en ávann sér þó brautryðjendatitil í flokki íslenskra spæjara. Þess má geta í framhjáhlaupi að sama ár birti Jóhann Magnús smásögu með hinum bráðskemmtilega titli Vitskerti ritstjórinn. Fyrsta glæpasagan í fullri lengd var hins vegar Húsið við Norðurá – íslenzk leynilögreglusaga eftir Einar Skálaglam (Guðbrand Jónsson), sérprent úr Alþýðublaðinu, sem út kom árið 1926.9 Upphafssetning fyrstu íslensku sakamálasögunnar er óvæntur óður til þéttbýlismyndunar á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.