Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 66
S i n d r i F r e y s s o n
66 TMM 2014 · 4
stöð, bílageymslum og skýlum fyrir tvær risaflugvélar. En alvaran, kannski sorgin,
hafði gert hann einrænan og aðeins sú eina ástríða sem hann enn getur notið fékk
megnað að stugga honum út úr einkaveröld hans, ástríðan sem hafði fært nafni hans
frægð frá suðri til norðurs og austur til vesturs, ástríðan sem var helgidómur allra lög
gæslumanna, ástríðan sem hafði fært honum hina tilkomumiklu nafnbót: Konungur
leynilögreglumanna.
Þegar öllum öðrum mistókst var hann beðinn um að mæta og af stórkostlegum
dugnaði sínum einhendir hann sér – skeytingarlaus um dauðann – í baráttuna fyrir
réttlætinu, og engin dæmi eru um að hann hafi nokkru sinni látið deigan síga.
Nú segja þessi hefti frá því sem á daga hans hefur drifið og ævintýrum sem skipta
hundruðum, frá manninum með stálhnefana, meistara hinna þúsund grímna, mann
inum með skarpleita, karlmannlega andlitið þar sem rólyndisleg augun virðast ýmist
geta skyggnst í sálu fólks og logað af dirfsku og eldmóði – Basil fursta, konungi leyni
lögreglumannanna.5
Sænskættuðu grámyglurnar sem rýna í fáfengilega glæpi á klakanum blikna
augljóslega í samanburði við þetta hágöfuga valmenni ættarsóma og auð
legðar. Í blaðagrein sem birtist um Basil fyrir röskum aldarfjórðungi er
vitnað í ýmsa þá sem lesið höfðu furstann sér til gagns og gamans á árum
áður og lýsti einn þeirra Basil svo að hann væri „hin jákvæða hetja hagkerfis
Vesturlanda.“6 Þessi lýsing er einkar áhugaverð því að hún stillir Basil upp
sem nokkurs konar sverði og skildi kapítalismans – hins löglega nota bene
því hann barðist einarðlega gegn t.d. mansali og eiturlyfjasölu. Þegar við
bætist bakgrunnur hans (flóttamaður frá föðurlandi sínu eftir kommúníska
byltingu) og ætterni (af ótilgreindu aðalsslekti) má segja að furstinn hafi
verið fulltrúi íhaldssamrar aristókrasíu á þeim tíma veraldarsögunnar sem
einkar hart var sótt að henni. Á þeim tíma sem „gamla samfélagið, gamla
hagkerfið, gömlu pólitísku kerfin höfðu „glatað umboði af himni“ …“7 Og
það brann enginn byltingarandi í brjósti hins trúfasta einkaþjóns furstans,
Sam Foxtrot, alþýðumanns (fyrrum sjómanns) sem undi sáttur við að
aðstoða herra sinn í smáu og stóru. Hin forna og forpokaða stéttaskipting
þreifst prýðilega í höll furstans.
Basil var auðvitað ekki fyrsti ofurspæjarinn sem heiðraði Ísland með nær
veru sinni. Sherlock Holmes var hin stóra fyrirmynd allra þeirra sem á eftir
töltu og vildu klekkja á glæpahyski þessa heims. Hann reykti fyrstu pípuna
hérlendis í Sögusafni Reykjavíkur árið 1906 og fyrsta íslenska glæpasagan
hét raunar Íslenzkur Sherlock Holmes (1910), smásaga eftir Jóhann Magnús
Bjarnason sem birtist í bókinni Vornætur á Elgsheiðum.8 Þar leysti Vestur
Íslendingurinn Hallur Þorsteinsson fremur ómerkilegt sakamál, en ávann sér
þó brautryðjendatitil í flokki íslenskra spæjara. Þess má geta í framhjáhlaupi
að sama ár birti Jóhann Magnús smásögu með hinum bráðskemmtilega titli
Vitskerti ritstjórinn. Fyrsta glæpasagan í fullri lengd var hins vegar Húsið
við Norðurá – íslenzk leynilögreglusaga eftir Einar Skálaglam (Guðbrand
Jónsson), sérprent úr Alþýðublaðinu, sem út kom árið 1926.9 Upphafssetning
fyrstu íslensku sakamálasögunnar er óvæntur óður til þéttbýlismyndunar á