Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 15
Tv ö fa l t l í f
TMM 2014 · 4 15
gildir það sama og aðra vinnustaði. Ef vinnustaður fyllist af ónýtum starfs
mönnum er ekki við ónytjungana að sakast, heldur þá sem réðu þá til starfa.
Í þessu efni þyrfti þjóðin kannski að taka sér tak, leggja hina þægilegu
afneitun til hliðar, og líta í eigin barm, kannski er það ekki bara þjóðþingið
sem hún ber litla virðingu fyrir, hugsanlega skortir eitthvað upp á að hún geti
borið virðingu fyrir sjálfri sér.
Þorvaldur: Veruleg endurnýjun átti sér stað á Alþingi 2009, þegar mikið
af ungu fólki, sem flokksmenn höfðu kosið í prófkjörum, stundum með
örfáum atkvæðum, settist á þing í fyrsta sinn auk þín og annarra. Fundust
þér kynslóðaskiptin á Alþingi takast vel?
Þráinn: Ég held að þetta hafi aðeins verið blábyrjun á kynslóðaskiptum
á Alþingi og þá kannski ennþá frekar blábyrjunin á því að fólk komi inn á
þing til að þjóna þar í eitt eða tvö kjörtímabil og hverfa síðan aftur að sínu
í stað þess að koma þar inn í leit að ævistarfi. Breytingar taka langan tíma,
byltingar virka hraðar, en það sem við köllum Búsáhaldabyltingu var í besta
falli upphafið á hægfara breytingu á þjóðfélaginu. Um byltingu var ekki að
ræða.
Vitnisburðir sérfræðinga
Þorvaldur: Ég hef einu sinni á ævinni verið kvaddur til að bera vitni fyrir
þingnefnd og það með minna en sólarhrings fyrirvara. Fram kom á nefndar
fundinum, þetta var að morgni dags 11. desember 2012, að kvaðningin var
að þínu frumkvæði, þú sazt í allsherjar og menntmálanefndinni. Þar eð
fundargerðir nefnda Alþingis greina ekki frá því, sem sagt er á fundunum,
og þá ekki heldur frá vitnisburðum sérfræðinga, svo furðulegt sem það má
heita, má ég þá biðja þig að rifja upp tildrög þess, að þú lézt kveðja okkur
Njörð P. Njarðvík prófessor á þennan þingnefndarfund?
Þráinn: Þann tíma sem ég sat á þingi starfaði ég í allsherjar og mennta
málanefnd. Í því tilviki sem þú minnist á var verið að fjalla um nýja stjórnar
skrá sem samin hafði verið samkvæmt umboði þingsins af stjórnlagaráði
og sú vinna hafði verið undirbúin af stjórnlaganefnd. Það voru margir sem
hötuðust út í þessa vinnu, sumir sjálfsagt vegna þess að óbreytt stjórnar
skrá hentar þeim og hagsmunum þeirra ágætlega en magnaðasta andstaðan
kom frá fólki sem á það fyrst og fremst sameiginlegt að hafa útskrifast sem
lögfræðingar frá lagadeild Háskóla Íslands. Frá þessum hópi komu alskonar
furðuleg sjónarmið og mjög mörg í þá veru – sem reynt var að dulbúa með
einhverjum skrautlegum formfrösum – að lög og þar með grundvallarlög
eins og stjórnarskrá væru sérfræðilegs eðlis og um slíkt ættu ekki aðrir að
véla en þar til gerðir sérfræðingar – það er að segja lagatæknar – annars væri
voðinn vís, og umfram allt skyldu nefndarmenn í allsherjar og mennta
málanefnd forðast þá villu að almenn skynsemi, venjuleg menntun og lífs
reynsla gæti komið að gagni við slíkt vandaverk.