Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 15
Tv ö fa l t l í f TMM 2014 · 4 15 gildir það sama og aðra vinnustaði. Ef vinnustaður fyllist af ónýtum starfs­ mönnum er ekki við ónytjungana að sakast, heldur þá sem réðu þá til starfa. Í þessu efni þyrfti þjóðin kannski að taka sér tak, leggja hina þægilegu afneitun til hliðar, og líta í eigin barm, kannski er það ekki bara þjóðþingið sem hún ber litla virðingu fyrir, hugsanlega skortir eitthvað upp á að hún geti borið virðingu fyrir sjálfri sér. Þorvaldur: Veruleg endurnýjun átti sér stað á Alþingi 2009, þegar mikið af ungu fólki, sem flokksmenn höfðu kosið í prófkjörum, stundum með örfáum atkvæðum, settist á þing í fyrsta sinn auk þín og annarra. Fundust þér kynslóðaskiptin á Alþingi takast vel? Þráinn: Ég held að þetta hafi aðeins verið blábyrjun á kynslóðaskiptum á Alþingi og þá kannski ennþá frekar blábyrjunin á því að fólk komi inn á þing til að þjóna þar í eitt eða tvö kjörtímabil og hverfa síðan aftur að sínu í stað þess að koma þar inn í leit að ævistarfi. Breytingar taka langan tíma, byltingar virka hraðar, en það sem við köllum Búsáhaldabyltingu var í besta falli upphafið á hægfara breytingu á þjóðfélaginu. Um byltingu var ekki að ræða. Vitnisburðir sérfræðinga Þorvaldur: Ég hef einu sinni á ævinni verið kvaddur til að bera vitni fyrir þingnefnd og það með minna en sólarhrings fyrirvara. Fram kom á nefndar­ fundinum, þetta var að morgni dags 11. desember 2012, að kvaðningin var að þínu frumkvæði, þú sazt í allsherjar­ og menntmálanefndinni. Þar eð fundargerðir nefnda Alþingis greina ekki frá því, sem sagt er á fundunum, og þá ekki heldur frá vitnisburðum sérfræðinga, svo furðulegt sem það má heita, má ég þá biðja þig að rifja upp tildrög þess, að þú lézt kveðja okkur Njörð P. Njarðvík prófessor á þennan þingnefndarfund? Þráinn: Þann tíma sem ég sat á þingi starfaði ég í allsherjar­ og mennta­ málanefnd. Í því tilviki sem þú minnist á var verið að fjalla um nýja stjórnar­ skrá sem samin hafði verið samkvæmt umboði þingsins af stjórnlagaráði og sú vinna hafði verið undirbúin af stjórnlaganefnd. Það voru margir sem hötuðust út í þessa vinnu, sumir sjálfsagt vegna þess að óbreytt stjórnar­ skrá hentar þeim og hagsmunum þeirra ágætlega en magnaðasta andstaðan kom frá fólki sem á það fyrst og fremst sameiginlegt að hafa útskrifast sem lögfræðingar frá lagadeild Háskóla Íslands. Frá þessum hópi komu alskonar furðuleg sjónarmið og mjög mörg í þá veru – sem reynt var að dulbúa með einhverjum skrautlegum formfrösum – að lög og þar með grundvallarlög eins og stjórnarskrá væru sérfræðilegs eðlis og um slíkt ættu ekki aðrir að véla en þar til gerðir sérfræðingar – það er að segja lagatæknar – annars væri voðinn vís, og umfram allt skyldu nefndarmenn í allsherjar­ og mennta­ málanefnd forðast þá villu að almenn skynsemi, venjuleg menntun og lífs­ reynsla gæti komið að gagni við slíkt vandaverk.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.