Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 59
Þ e g a r b l i n d g a t a n o p n a s t t i l a l l r a á t t a
TMM 2014 · 4 59
í Sauðlauksdal. Í gáttinni mætast sá sem telst mislukkaður á mælikvarða
ríkjandi viðmiða samfélagsins, sá sem hefur farið illa með hæfileika sína
og hinn sem gegnt hefur embættum þess og nýtt eiginleika sína af elju.
Björn þolir ekki drykkjuskap Halldórs, telur hann ekki mennskan nema „í
skilningi moldarinnar og hafsins“ en segir hann vera „náttúruvætt sem“ fylgi
„kvöð landsins um eilífa fordæming og bölvun.“ (bls. 59)
Halldór reynist þó sú aukapersóna sem mestu skiptir. Hann knýr t.d. fram
atburðarásina drjúgan hluta sögu og er ekki bara annar tveggja sögumanna
heldur hefur beinlínis áhrif á það hvernig Björn segir frá á köflum – svo ekki
sé minnst á að frásagnir sem honum tengjast eru meðal hinna allraskemmti
legustu í sögunni.23
Í sendiferð með mjöl og brennivínstunnu sem ætluð er til messugerða á
Grenjaðarstað, verður Halldór freistingunni að bráð og drekkur af tunn
unni uns drykkjan leiðir hann vestur til Björns. Þangað kemur hann ær af
víni og upphefur ferðasögu sína. Hafi lesanda fyrr þótt presturinn mælskur,
reynist etasráðið síst eftirbátur hans. En ferðasaga þess vekur upp önnur
skemu í huga lesanda en frásögn prestsins. Ýti þankar hins síðarnefnda t.d.
einatt við skemum sem tengjast biblíunni – sbr. eplið og sköpunarsöguna:
Bann að engu haft, brottrekstur úr Paradís o.s.frv. – kyndir ræða hins fyrr
nefnda ekki síst undir skemum þjóðsagna svo ekki sé talað um ýkjusagna
ef hún leiðir mann ekki bara á vit fútúrískra ljóðmynda („Ég er maðurinn
sem klæðist skýjum“ (bls. 71)) og þar með til að blanda ögn af Majakovskí í
Gestakomurnar. Eftirfarandi brot má hafa sem dæmi um hvernig ræða Hall
dórs vekur upp ýmis skemu – þannig að hugir lesenda geti farið víða:
Hjarðeðli hugans þráði hærða karlmenn í heitri laug, svitastorkna nótt við konu
brjóst, ég var sú eðla er skreið laumufarþegi um skonnortur herraþjóðanna. Í hvarfi
alls lífs og allrar nándar sannaðist minn innri maður: ég eiri mér hvergi nema í nánd
við þjáningu og svik, hefði gefið landið með vottorði og nafni ef aðeins ein góðleg
huldumey hefði birst út úr kletti með hreinritaðan samning: hér ert þú Halldór
Mogensen Etasráð, nú skaltu hverfa með þína fjörutíuþúsund þegna og láta hraun,
sand, gras, fjall og á í hendur meistarans. (bls. 68)
Kómískur væll og sjálfsásökun drykkjumannsins verða óhugnaði blandin
af því að skömmu áður á ferð sinni hefur Halldór brennt sjálfa Guðbrands
biblíu til að halda á sér hita. Kunni lesendur að kíma andspænis mælsku
hans og athöfnum öllum er því eins víst að með þeim vakni uggur vegna
skemans „að selja sál sína“ sem frásögn hans vekur. En þegar á það rekast
önnur skemu eins og „að komast lífs af með ólíkindum“ (sbr. Munchausen
og að Halldór drekkur t.d. „blóðið úr eigin holdi“ (bls. 67)) og drauga
sagna skema ((myrkfælin) persóna á ferð, tunglið rennur upp, o.s.frv.) er
ekki ólíklegt að í kolli lesenda hefjist vangaveltur um framhaldið sem geri
Halldór að spennuvaldi – jafnvel tvíeinum GaldraLofti Jóhanns og Faust
Goethe? − það sem eftir lifir sögu. En verði það ekki í frásögn hans sjálfs,