Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 91

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 91
E f a l l t g e n g u r v e l TMM 2014 · 4 91 birtist Evrópa fyrst og fremst sem einhver mergð, mettun tíma og sögu, Evrópa sem eitthvað mikið, sem ríkidæmi. Sem frásaga, sem linnulaus ræða og samræða. Evrópa sem pourparler. Því er eins varið með mig og Mórits litla í skrítlunni, sem datt stöðugt það í hug, mér kemur fyrr eða síðar skáldverkið í hug (það auðvitað líka, og vil þó ekki meina að ég lifi tvöföldu lífi). Evrópa er eins og skáldsagan. Við höfum alls konar hugmyndir, eigin og sameiginlegar, um það hvað skáldsaga sé og hana má skilgreina á ýmsa vegu ‒ nokkuð sem ég ætla af gæsku minni að hlífa kollegum mínum við að þessu sinni ‒ en hvað svo sem okkur finnst um hana hljótum við að gera okkur ljóst að sérhver ný bók skilgreinir hana upp á nýtt eða áfram; upp frá því merkir skáldsaga eitthvað annað, sérhver ný skáldsaga bætir við skilgreininguna sínu eigin ‒ stundum hverfandi ‒ nýnæmi. Á þennan sama hátt hefur Evrópa vaxið í gegnum tíðina. Ef til vill á það einnig við um skáldsöguna ‒ ég veit það ekki, og kemst ekki að því fyrr en ég hef lokið við þá sem ég fæst við núna ‒ að skáldsagan sé einnig fullmettuð, að það sé engin leið áfram, en við skilgreiningu Evrópu verður áreiðanlega ekki meiru bætt. Á þessari öld1 efldumst við svo fallega að það er enginn vegur áfram. En auðvitað er fjarri mér sú léttúð að segja að vegurinn sé á enda. Engin leið áfram en enginn endir. Dauð en dó ekki. Menning Evrópu er mörkuð Auschwitz. Eftir það verður ekkert sagt, en þó þegjum við ekki. – Evrópskasta setningin, sú sem vitnað hefur verið svo ótæpilega til að hún er eiginlega orðin pirrandi, óþægileg, er sú setning Adornos sem fjallar um möguleikann á því að yrkja ljóð. ‒ Það hrun, sú hörmulega ógæfa snýst eins og við vitum ekki fyrst og fremst um Gyðinga og ekki um Þjóðverja, heldur um manninn. Um mannlegt eðli. Og hér liggur einnig smán okkar, ekki vegna þess að okkur varð á í messunni heldur vegna þess að við erum menn. En að þetta sé svo evrópsk saga þrátt fyrir allt, hafði ekki hvarflað að mér fyrr, það að hún skuli merkja fyrst og fremst hrun evrópskrar menningar, jú vissulega búa allir í rústum, en okkar staða er samt sem áður ólík annarra. Þessar vangaveltur komu upp í sambandi við kvikmyndina Listi Schindlers. Ég álít ekki að Spielberg hafi gert Hollywood úr Auschwitz, nokkuð sem ætti sér ekki aðra réttlætingu en þá að kvikmyndin væri gagnleg, upplýsandi osfrv. Hér er um djúpstæðari hlut að ræða, mismun menningarheima. Það að Auschwitz stendur okkur nær. Er ævarandi. Og tabú. Okkur leyfist ekki að segja um það sögur. Setja í sögulegan búning. Í vissum skilningi er ekki leyfilegt að skilja það.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.