Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 131

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 131
Á d r e pa TMM 2014 · 4 131 mismunun hæfileikanna sem birtist í misjöfnum lífskjörum fólks um víða veröld. Svanur Kristjánsson „Prófkjörin, vanþróun íslensks lýðræðis og Hrunið“ Vissulega er lýðræðið flókið í fram­ kvæmd en við eigum í sameiningu hug­ sjónina um lýðræði. Allir lýðræðissinnar eiga þátt í sama draumnum, sama fyrir­ heitinu, sömu von – um tvennt: 1. Að æðsti fullveldisrétturinn sé fólks­ ins. Sá fullveldisréttur er grundvall­ aður á sannfæringu um mannhelgi, þeirri fullvissu að líf sérhvers einstak­ lings sé heilagt og ómetanlegt. 2. Að í samfélagi lýðræðis eigi fólkið að ráða í eins ríkum mæli og hægt er. Í sameiningu berum við sem einstak­ lingar og þjóðfélag ábyrgð á lýðræðinu og þróun þess. Við eigum að setja leik­ reglur í stjórnmálum sem næra jákvæða þróun lýðræðis og vinna einnig gegn neikvæðri þróun lýðræðis. Í jákvæðri þróun lýðræðis styrkist fullveldisréttur fólksins og stjórnvöld vinna að almannahag. Í neikvæðri þróun lýðræð­ is veikist fullveldisréttur fólksins en dekrað er við sérhagsmunaöfl og einka­ hagsmuni. Yfirskrift greinarinnar er „Prófkjör­ in, vanþróun íslensks lýðræðis og Hrun­ ið.“ Um nákvæmlega þetta þrennt fjallaði ég í bók sem heitir Frá flokks­ ræði til persónustjórnmála og kom út fyrir 20 árum, 1994. Meginiðurstaða bókarinnar er að lýðveldið frá 1944 sé í reynd hrunið. Í landinu ríki djúpstæð kreppa í stjórnmálalífi landsins sem eigi sé þrjár birtingamyndir: 1. Í landinu ríkir hugmyndakreppa. Hér birtist kreppan í formi vanþró­ aðra hugmynda um lýðræði. Ekki fer fram nein skipuleg umræða um hlut­ verk ríkisvaldsins, hvað sé eðlilegt að ríkisvaldið geri eða geri ekki. Ekki er heldur rætt um hlutverk stjórnmála­ flokka. Eru stjórnmálaflokkar nauð­ synlegir til að lýðræði geti dafnað, eða eru stjórnmálaflokkar andstæðir lýðræði? Útiloka öflugir stjórnmála­ flokkar jafnvel lýðræði? 2. Í landinu ríkir kreppa í stefnumót- un. Á Íslandi eru engin samtök, engir stjórnmálaflokkar sem móta stefnu í umboði almennings. Víðast á Vestur­ löndum gegna stjórnmálaflokkar þessu hlutverki annaðhvort beint eða óbeint. Flokkarnir móta stefnu til lengri tíma eða forystumenn flokks­ ins hafa frumkvæði að slíkri stefnu­ mótun, kalla til forsvarsmenn hags­ munasamtaka og sérfræðinga á ýmsum sviðum. 3. Í landinu ríkir kreppa í stefnufram- kvæmd. Vangeta flokkanna við stefnumótun torveldar markvissa framkvæmd ríkisstjórnarstefnu; flokkar setjast alls ekki í ríkisstjórn með vel undirbúna og útfærða stefnu, sem einungis þarf að hrinda í fram­ kvæmd. Veikburða og ósjálfstæð opinber stjórnsýsla torveldar einnig vel heppnaða stefnuframkvæmd. Í bókinni frá 1994 er þessi vanþróun íslensks lýðræðis rakin beint til nýrra leikreglna sem íslenskir stjórnmála­
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.