Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 131
Á d r e pa
TMM 2014 · 4 131
mismunun hæfileikanna sem birtist í
misjöfnum lífskjörum fólks um víða
veröld.
Svanur Kristjánsson
„Prófkjörin,
vanþróun
íslensks lýðræðis
og Hrunið“
Vissulega er lýðræðið flókið í fram
kvæmd en við eigum í sameiningu hug
sjónina um lýðræði. Allir lýðræðissinnar
eiga þátt í sama draumnum, sama fyrir
heitinu, sömu von – um tvennt:
1. Að æðsti fullveldisrétturinn sé fólks
ins. Sá fullveldisréttur er grundvall
aður á sannfæringu um mannhelgi,
þeirri fullvissu að líf sérhvers einstak
lings sé heilagt og ómetanlegt.
2. Að í samfélagi lýðræðis eigi fólkið að
ráða í eins ríkum mæli og hægt er.
Í sameiningu berum við sem einstak
lingar og þjóðfélag ábyrgð á lýðræðinu
og þróun þess. Við eigum að setja leik
reglur í stjórnmálum sem næra jákvæða
þróun lýðræðis og vinna einnig gegn
neikvæðri þróun lýðræðis. Í jákvæðri
þróun lýðræðis styrkist fullveldisréttur
fólksins og stjórnvöld vinna að
almannahag. Í neikvæðri þróun lýðræð
is veikist fullveldisréttur fólksins en
dekrað er við sérhagsmunaöfl og einka
hagsmuni.
Yfirskrift greinarinnar er „Prófkjör
in, vanþróun íslensks lýðræðis og Hrun
ið.“ Um nákvæmlega þetta þrennt
fjallaði ég í bók sem heitir Frá flokks
ræði til persónustjórnmála og kom út
fyrir 20 árum, 1994. Meginiðurstaða
bókarinnar er að lýðveldið frá 1944 sé í
reynd hrunið. Í landinu ríki djúpstæð
kreppa í stjórnmálalífi landsins sem eigi
sé þrjár birtingamyndir:
1. Í landinu ríkir hugmyndakreppa.
Hér birtist kreppan í formi vanþró
aðra hugmynda um lýðræði. Ekki fer
fram nein skipuleg umræða um hlut
verk ríkisvaldsins, hvað sé eðlilegt að
ríkisvaldið geri eða geri ekki. Ekki er
heldur rætt um hlutverk stjórnmála
flokka. Eru stjórnmálaflokkar nauð
synlegir til að lýðræði geti dafnað,
eða eru stjórnmálaflokkar andstæðir
lýðræði? Útiloka öflugir stjórnmála
flokkar jafnvel lýðræði?
2. Í landinu ríkir kreppa í stefnumót-
un. Á Íslandi eru engin samtök, engir
stjórnmálaflokkar sem móta stefnu í
umboði almennings. Víðast á Vestur
löndum gegna stjórnmálaflokkar
þessu hlutverki annaðhvort beint eða
óbeint. Flokkarnir móta stefnu til
lengri tíma eða forystumenn flokks
ins hafa frumkvæði að slíkri stefnu
mótun, kalla til forsvarsmenn hags
munasamtaka og sérfræðinga á
ýmsum sviðum.
3. Í landinu ríkir kreppa í stefnufram-
kvæmd. Vangeta flokkanna við
stefnumótun torveldar markvissa
framkvæmd ríkisstjórnarstefnu;
flokkar setjast alls ekki í ríkisstjórn
með vel undirbúna og útfærða stefnu,
sem einungis þarf að hrinda í fram
kvæmd. Veikburða og ósjálfstæð
opinber stjórnsýsla torveldar einnig
vel heppnaða stefnuframkvæmd.
Í bókinni frá 1994 er þessi vanþróun
íslensks lýðræðis rakin beint til nýrra
leikreglna sem íslenskir stjórnmála