Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 143
D ó m a r u m b æ k u r
TMM 2014 · 4 143
verja í Danmörku. Hjónin eru bæði
útskrifuð frá læknadeild Háskóla
Íslands og vilja stunda framhaldsnám.
Hinn hefðbundni menntavegur Íslend
inga var að fara til Danmerkur, en þar
sem nýlenduveldið er hersetið af Þjóð
verjum og nýlendan af Bretum, þá er sú
leið ekki lengur auðsótt. Þó að Sigrún og
Friðgeir hafi alls ekki verið fyrstu
Íslendingarnir til að fara til náms vest
anhafs, þá eru þau dropar í læk sem á
eftir að verða að flaumi. Ekki var lengur
sjálfgefið að íslenskt námsfólk færi til
Kaupmannahafnar. Það fór að dreifast
um heiminn eftir því sem menningar
taugin milli Danmerkur og gömlu
nýlendunnar trosnaði hægt og rólega,
þótt hún hafi aldrei slitnað alveg. Sigrún
og Friðgeir eru varða á þessari nýju leið,
sem „fyrstu læknakandídatarnir frá
Háskóla Íslands til að halda þaðan beint
í eiginlegt framhaldsnám í Bandaríkj
unum.“6
Það er aðdáunarvert að fylgjast með
þessum tveimur Íslendingum, sem ná að
koma undir sig fótunum í marg
milljóna samfélagi. Með hjálp og stuðn
ingi frá fjölda annarra. Þau eru hluti af
efri lögum íslensks samfélags, sem sést
til dæmis á því að Thor Thors, sendi
herra Íslands í Bandaríkjunum, tekur að
sér að greiða götu þeirra. Í því samhengi
er það áhugavert hve auðvelda leið Frið
geir átti inn í efri stéttir, en hann fædd
ist á „nyrsta bæ í Strandasýslu og einni
afskekktustu sveit landsins.“7 Það er
ekki alveg sjálfsagt að ungur kommún
isti geti farið í læknanám og gifst dóttur
póstmeistarans í Reykjavík, en það var
hægt á Íslandi fjórða áratugar tuttug
ustu aldar.
Hjónin, eins og þau birtast lesendum
bókarinnar, eru mjög viðkunnanleg.
Sigrún er greinilega mjög fær læknir,
góð við vini sína og skemmtilegur
penni, þegar höfundur vitnar beint til
orða hennar. Friðgeir er í senn snjall vís
indamaður og hugulsamur faðir, sem
bæði eldar og þvær bleiur. Þau eru nær
nútímagildum en fólk sem allajafna
birtist manni frá þessum tíma. Það er
auðvelt að verða fordómum um fortíðina
að bráð, og sjá fyrir sér staðalpersónur
en ekki lifandi manneskjur. Maður
getur ekki kynnst dánu fólki. Í besta
falli hittir maður fyrir raunsannar eftir
myndir af því. Höfundi tókst að sann
færa þennan lesanda að hann hefði
fengið að hitta fyrir þetta löngu látna
fólk, sem er ekki lítið afrek.
Raddir í sögunni
Sumir sagnfræðingar kjósa að láta
heimildirnar óáreittar. Frumtextarnir fá
að tala sínu máli og eru einungis settir í
samhengi. Í þessari bók kýs höfundur
inn að fara aðra leið og endursegir allar
heimildir. Beinar tilvitnanir, sem eru
sjaldan meira en þrjár setningar og oft
ast mun styttri, eru fléttaðar inn í frá
sögnina. Í fyrstu þótti mér þessi frá
sagnaraðferð búa til óþarflega mikla
fjarlægð milli umfjöllunarefnis bókar
innar og lesenda. Ég þráði að lesa meira
af orðum Sigrúnar og Friðgeirs, að fá að
sjá rödd þeirra í textanum. En svo fór ég
að skilja tilganginn með þessari aðferð.
Heimildartextar eru óhjákvæmilega
út og suður jafnt í framvindu og stíl. Til
að skapa samfellda frásögn þarf að end
ursegja. Og höfundur nær að draga
saman fjöldann allan af heimildum og
raða saman í sögu sem er auðvelt að
fylgja eftir. Þetta er sérstaklega vel gert í
síðasta kaflanum þegar fjölda heimilda
er skeytt saman til að fá yfirsýn yfir það
hvað Sigrún, Friðgeir og börn þeirra
voru að gera þessar örfáu mínútur sem
það tók Goðafoss að sökkva eftir að
tundurskeyti frá þýska kafbátnum
U300 hæfði það. Það hefur þurft ansi
mikla túlkunarvinnu að koma öllu heim