Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 143

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 143
D ó m a r u m b æ k u r TMM 2014 · 4 143 verja í Danmörku. Hjónin eru bæði útskrifuð frá læknadeild Háskóla Íslands og vilja stunda framhaldsnám. Hinn hefðbundni menntavegur Íslend­ inga var að fara til Danmerkur, en þar sem nýlenduveldið er hersetið af Þjóð­ verjum og nýlendan af Bretum, þá er sú leið ekki lengur auðsótt. Þó að Sigrún og Friðgeir hafi alls ekki verið fyrstu Íslendingarnir til að fara til náms vest­ anhafs, þá eru þau dropar í læk sem á eftir að verða að flaumi. Ekki var lengur sjálfgefið að íslenskt námsfólk færi til Kaupmannahafnar. Það fór að dreifast um heiminn eftir því sem menningar­ taugin milli Danmerkur og gömlu nýlendunnar trosnaði hægt og rólega, þótt hún hafi aldrei slitnað alveg. Sigrún og Friðgeir eru varða á þessari nýju leið, sem „fyrstu læknakandídatarnir frá Háskóla Íslands til að halda þaðan beint í eiginlegt framhaldsnám í Bandaríkj­ unum.“6 Það er aðdáunarvert að fylgjast með þessum tveimur Íslendingum, sem ná að koma undir sig fótunum í marg­ milljóna samfélagi. Með hjálp og stuðn­ ingi frá fjölda annarra. Þau eru hluti af efri lögum íslensks samfélags, sem sést til dæmis á því að Thor Thors, sendi­ herra Íslands í Bandaríkjunum, tekur að sér að greiða götu þeirra. Í því samhengi er það áhugavert hve auðvelda leið Frið­ geir átti inn í efri stéttir, en hann fædd­ ist á „nyrsta bæ í Strandasýslu og einni afskekktustu sveit landsins.“7 Það er ekki alveg sjálfsagt að ungur kommún­ isti geti farið í læknanám og gifst dóttur póstmeistarans í Reykjavík, en það var hægt á Íslandi fjórða áratugar tuttug­ ustu aldar. Hjónin, eins og þau birtast lesendum bókarinnar, eru mjög viðkunnanleg. Sigrún er greinilega mjög fær læknir, góð við vini sína og skemmtilegur penni, þegar höfundur vitnar beint til orða hennar. Friðgeir er í senn snjall vís­ indamaður og hugulsamur faðir, sem bæði eldar og þvær bleiur. Þau eru nær nútímagildum en fólk sem allajafna birtist manni frá þessum tíma. Það er auðvelt að verða fordómum um fortíðina að bráð, og sjá fyrir sér staðalpersónur en ekki lifandi manneskjur. Maður getur ekki kynnst dánu fólki. Í besta falli hittir maður fyrir raunsannar eftir­ myndir af því. Höfundi tókst að sann­ færa þennan lesanda að hann hefði fengið að hitta fyrir þetta löngu látna fólk, sem er ekki lítið afrek. Raddir í sögunni Sumir sagnfræðingar kjósa að láta heimildirnar óáreittar. Frumtextarnir fá að tala sínu máli og eru einungis settir í samhengi. Í þessari bók kýs höfundur­ inn að fara aðra leið og endursegir allar heimildir. Beinar tilvitnanir, sem eru sjaldan meira en þrjár setningar og oft­ ast mun styttri, eru fléttaðar inn í frá­ sögnina. Í fyrstu þótti mér þessi frá­ sagnaraðferð búa til óþarflega mikla fjarlægð milli umfjöllunarefnis bókar­ innar og lesenda. Ég þráði að lesa meira af orðum Sigrúnar og Friðgeirs, að fá að sjá rödd þeirra í textanum. En svo fór ég að skilja tilganginn með þessari aðferð. Heimildartextar eru óhjákvæmilega út og suður jafnt í framvindu og stíl. Til að skapa samfellda frásögn þarf að end­ ursegja. Og höfundur nær að draga saman fjöldann allan af heimildum og raða saman í sögu sem er auðvelt að fylgja eftir. Þetta er sérstaklega vel gert í síðasta kaflanum þegar fjölda heimilda er skeytt saman til að fá yfirsýn yfir það hvað Sigrún, Friðgeir og börn þeirra voru að gera þessar örfáu mínútur sem það tók Goðafoss að sökkva eftir að tundurskeyti frá þýska kafbátnum U­300 hæfði það. Það hefur þurft ansi mikla túlkunarvinnu að koma öllu heim
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.