Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 74

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 74
S i n d r i F r e y s s o n 74 TMM 2014 · 4 stríðsárunum.32 Æran var í húfi fyrir rithöfundana sem dómstóllinn fjallaði um, alls 26 félagsmenn. Niðurstaðan var sú að 17 þeirra voru reknir úr sam­ bandinu, fimm voru hreinsaðir af sök og fjórir sættu ákúrum. Meyn var einn þeirra 17 sem fengu náðarhöggið, enda taldi sambandið að aðild hans að nasistaflokknum – jafnvel þótt hann hefði sagt sig úr honum áður en yfir lauk – og skrif hans fyrir Fædrelandet réttlættu fyllilega brottrekstur. Meyn var allar götur síðan brennimerktur nasisti og náði aldrei að endurheimta þann sess sem hann hafði þó öðlast fyrir stríð. Launsonur Meyns var tengda­ faðir danska bloggarans Liselotte Weller sem hefur skrifað: Tengdafaðir minn sagði alltaf að ærumissirinn hefði riðið Meyn að fullu. Honum var að vísu veitt innganga í rithöfundasambandið nokkrum árum síðar, en hann fékk aldrei hreinsaðan orðstír sinn, eilíflega flekkaðan af veru hans í nasistaflokknum á styrjaldarárunum. Tengdafaðir minn varð að heimsækja hann með leynd, þar sem afi hans bannaði honum að hitta þennan svikahrapp og nasistahækju“33. Útskúfunin náði víðar. Heftin um Basil fursta höfðu ætíð æsilegar myndir á forsíðu í samræmi við efnisþráð hverju sinni, auk þess sem Basil birtist þar sjálfur arnarnefjaður, með einglyrni og afturkembt hár. Ekki er vitað fyrir víst hver teiknaði myndirnar af Basil og framan á heftin en ekki er ólíklegt að í mörgum tilvikum hafi verið um hafi verið að ræða Oscar Knudsen (1899–1971), sem myndskreytti flestar af bókum Niels Meyns á þriðja, fjórða og fimmta áratugnum. Vegna þess hversu náið hann vann með „nasistanum“ Meyn féll hann í ónáð eftir stríð og teiknaði af þeim sökum iðulega undir dulnefni þaðan í frá. Í Svíþjóð naut Meyn þó nokkurrar hylli á sínu sviði, meðal annars í krafti bóka sinna um einkaspæjarann Jack Lester. Þegar Meyn féll frá 15. apríl árið 1957 birtu fjölmörg sænsk blöð dánarfregnina en í Danmörku var and­ látsins nær hvergi getið opinberlega. Einnig mun vera langtum auðveldara að krækja í bækur Meyn í sænskum þýðingum en á danska frummálinu, enda var verkum hans fargað í stórum stöflum þegar hann varð úthrópaður nasisti – ýmist kastað á bál eða hent á haugana. „Niels Meyn er ekki til í Danmörku. Verk hans finnast ekki á bókasöfnum og það er búið að stroka hann út úr dönskum bókmenntaheimi,“34 segir Steffensen. Hann líkir örlögum Meyn við þá sem féllu í ónáð á tímum Stalíns og voru þar með horfnir sjónum fyrir fullt og allt, hreinsaðir af ljósmyndum og klipptir úr uppflettiritum. „Það er ekki einu sinni til heildarsafn verka hans á landsbókasafninu danska. Oft fleygðu bókasöfnin einfaldlega bók­ unum.“35 Höfundur hinna þúsund nafna hvarf á vit nafnleysisins; döpur en kannski viðeigandi endalok fyrir hinn „óþekkta“ og „nafnlausa“ höfund Basils fursta, mannsins með þúsund grímurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.