Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 74
S i n d r i F r e y s s o n
74 TMM 2014 · 4
stríðsárunum.32 Æran var í húfi fyrir rithöfundana sem dómstóllinn fjallaði
um, alls 26 félagsmenn. Niðurstaðan var sú að 17 þeirra voru reknir úr sam
bandinu, fimm voru hreinsaðir af sök og fjórir sættu ákúrum. Meyn var
einn þeirra 17 sem fengu náðarhöggið, enda taldi sambandið að aðild hans
að nasistaflokknum – jafnvel þótt hann hefði sagt sig úr honum áður en yfir
lauk – og skrif hans fyrir Fædrelandet réttlættu fyllilega brottrekstur. Meyn
var allar götur síðan brennimerktur nasisti og náði aldrei að endurheimta
þann sess sem hann hafði þó öðlast fyrir stríð. Launsonur Meyns var tengda
faðir danska bloggarans Liselotte Weller sem hefur skrifað:
Tengdafaðir minn sagði alltaf að ærumissirinn hefði riðið Meyn að fullu.
Honum var að vísu veitt innganga í rithöfundasambandið nokkrum árum
síðar, en hann fékk aldrei hreinsaðan orðstír sinn, eilíflega flekkaðan af
veru hans í nasistaflokknum á styrjaldarárunum. Tengdafaðir minn varð
að heimsækja hann með leynd, þar sem afi hans bannaði honum að hitta
þennan svikahrapp og nasistahækju“33.
Útskúfunin náði víðar. Heftin um Basil fursta höfðu ætíð æsilegar myndir
á forsíðu í samræmi við efnisþráð hverju sinni, auk þess sem Basil birtist þar
sjálfur arnarnefjaður, með einglyrni og afturkembt hár. Ekki er vitað fyrir
víst hver teiknaði myndirnar af Basil og framan á heftin en ekki er ólíklegt
að í mörgum tilvikum hafi verið um hafi verið að ræða Oscar Knudsen
(1899–1971), sem myndskreytti flestar af bókum Niels Meyns á þriðja, fjórða
og fimmta áratugnum. Vegna þess hversu náið hann vann með „nasistanum“
Meyn féll hann í ónáð eftir stríð og teiknaði af þeim sökum iðulega undir
dulnefni þaðan í frá.
Í Svíþjóð naut Meyn þó nokkurrar hylli á sínu sviði, meðal annars í krafti
bóka sinna um einkaspæjarann Jack Lester. Þegar Meyn féll frá 15. apríl
árið 1957 birtu fjölmörg sænsk blöð dánarfregnina en í Danmörku var and
látsins nær hvergi getið opinberlega. Einnig mun vera langtum auðveldara
að krækja í bækur Meyn í sænskum þýðingum en á danska frummálinu,
enda var verkum hans fargað í stórum stöflum þegar hann varð úthrópaður
nasisti – ýmist kastað á bál eða hent á haugana.
„Niels Meyn er ekki til í Danmörku. Verk hans finnast ekki á bókasöfnum
og það er búið að stroka hann út úr dönskum bókmenntaheimi,“34 segir
Steffensen. Hann líkir örlögum Meyn við þá sem féllu í ónáð á tímum Stalíns
og voru þar með horfnir sjónum fyrir fullt og allt, hreinsaðir af ljósmyndum
og klipptir úr uppflettiritum. „Það er ekki einu sinni til heildarsafn verka
hans á landsbókasafninu danska. Oft fleygðu bókasöfnin einfaldlega bók
unum.“35
Höfundur hinna þúsund nafna hvarf á vit nafnleysisins; döpur en kannski
viðeigandi endalok fyrir hinn „óþekkta“ og „nafnlausa“ höfund Basils fursta,
mannsins með þúsund grímurnar.