Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 68

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Blaðsíða 68
S i n d r i F r e y s s o n 68 TMM 2014 · 4 prentari og rithöfundur auk þess að standa fyrir útgáfunni … Páll Baldvin Baldvins­ son, leikhúsgagnrýnandi DV, hefur velt uppruna Basil fursta fyrir sér og hann var á þeirri skoðun að meistaraleynilögreglumaðurinn sækti uppruna sinn til megin­ landsins.13 Basil hafði tæknilega séð dáið drottni sínum þegar ég fór að huga að prent­ verkum og ekki var karlkvölin aufúsugestur í sómakærum bókasöfnum landsins. Hann lifði einkum í hugarkimum langminnugra og þeirra sem halda upp á jaðarútgáfur af því tagi sem aldrei þrífast bakvið gylltan kjöl.14 Arfleifð Basils í íslenskri menningu er þó víðtækari en margan grunar og leiddi lausleg netleit t.d. í ljós að rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir, Jóhann Hjálmarsson og Guðmundur Ólafsson tiltóku Basil á meðal eftir­ minnilegasta lesefnis æskunnar. Magnea J. Matthíasdóttir, rithöfundur og þýðandi, er ein þeirra sem hefur minnst með hlýju mikilvægis Basils í æskuheimi hennar og systkina: Við rifumst um hvert okkar fengi að lesa „nýtt“ hefti fyrst og meira að segja um hefti sem við höfðum lesið margsinnis áður. Við lásum af slíkri áfergju að þegar yngri kynslóðin í systkinahópnum komst á legg var ekkert eftir nema tætlur einar og þau þurftu að byrja söfnunina alveg upp á nýtt.15 Árið 1990 hafði Viðar Eggertsson, leikstjóri, umsjón með leiklestri á ævin­ týrum Basils fursta í Ríkisútvarpinu og sama ár las Gunnar Helgason, leikari og höfundur, sögur furstans á útvarpsstöðinni Rót. En kærastur virðist Basil þó syngjandi skáldum og hefur hann m.a. verið yrkisefni Megasar, Bubba og Stuðmanna.16 Í lok 8. áratugarins var meira að segja starfrækt hljómsveitin Basil fursti, sem sérhæfði sig í danstónlist fyrir ungmenni. Hún spilaði vítt og breitt á sveitaböllum á þessum tíma, meðal annars á tónleikum um Verslunarmannahelgina 1979 sem komust í sögubækur sökum þess að bassaleikari annarrar hljómsveitar sem þar lék lést á voveifilegan hátt að þeim loknum.17 Árið 1990 sendi Megas frá sér hljómplötuna Hættuleg hljómsveit og glæpakvendið Stella – sem er tilvísun í Basil fursta – og er þar að finna lagið Furstinn. Basil fursti er vitanlega í forgrunni. Í textanum segir meðal annars: „Það er svo margs að minnast frá horfinni tíð/ og mjög voru fetuð einstigin lífs og dauða/ á geðveikrahælinu í glórulausri kúlnahríð/ frá gulum kvenna­ sala við krossmerkið rauða.“18 Bergmála þarna titlar heftanna um Basil.19 Kvæðið um Furstann endar síðan á ljóðlínunum: „Basil fursti er fallinn hann er hér ekki meir/ hann fagnar nú með Hólms á æðra plani.“ Basil hefur líka dúkkað upp á því háa Alþingi og lýsti Össur Skarphéðinsson því eitt sinn yfir í ræðustól þar að hann væri „meira að segja hlynntur Basil fursta.“20Var þessi drengilega stuðningsyfirlýsing veitt í tengslum við umræðu um frumvarp þáverandi viðskiptaráðherra um fjármálafyrirtæki. En þó að Basil væri „hér ekki meir“ lágu leiðir okkar saman, þökk sé einkum föðurbróður mínum heitnum, Snæ Jóhannessyni fornbókasala.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.