Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 68
S i n d r i F r e y s s o n
68 TMM 2014 · 4
prentari og rithöfundur auk þess að standa fyrir útgáfunni … Páll Baldvin Baldvins
son, leikhúsgagnrýnandi DV, hefur velt uppruna Basil fursta fyrir sér og hann var
á þeirri skoðun að meistaraleynilögreglumaðurinn sækti uppruna sinn til megin
landsins.13
Basil hafði tæknilega séð dáið drottni sínum þegar ég fór að huga að prent
verkum og ekki var karlkvölin aufúsugestur í sómakærum bókasöfnum
landsins. Hann lifði einkum í hugarkimum langminnugra og þeirra sem
halda upp á jaðarútgáfur af því tagi sem aldrei þrífast bakvið gylltan kjöl.14
Arfleifð Basils í íslenskri menningu er þó víðtækari en margan grunar
og leiddi lausleg netleit t.d. í ljós að rithöfundarnir Steinunn Sigurðardóttir,
Jóhann Hjálmarsson og Guðmundur Ólafsson tiltóku Basil á meðal eftir
minnilegasta lesefnis æskunnar. Magnea J. Matthíasdóttir, rithöfundur
og þýðandi, er ein þeirra sem hefur minnst með hlýju mikilvægis Basils í
æskuheimi hennar og systkina:
Við rifumst um hvert okkar fengi að lesa „nýtt“ hefti fyrst og meira að segja um hefti
sem við höfðum lesið margsinnis áður. Við lásum af slíkri áfergju að þegar yngri
kynslóðin í systkinahópnum komst á legg var ekkert eftir nema tætlur einar og þau
þurftu að byrja söfnunina alveg upp á nýtt.15
Árið 1990 hafði Viðar Eggertsson, leikstjóri, umsjón með leiklestri á ævin
týrum Basils fursta í Ríkisútvarpinu og sama ár las Gunnar Helgason, leikari
og höfundur, sögur furstans á útvarpsstöðinni Rót.
En kærastur virðist Basil þó syngjandi skáldum og hefur hann m.a. verið
yrkisefni Megasar, Bubba og Stuðmanna.16 Í lok 8. áratugarins var meira
að segja starfrækt hljómsveitin Basil fursti, sem sérhæfði sig í danstónlist
fyrir ungmenni. Hún spilaði vítt og breitt á sveitaböllum á þessum tíma,
meðal annars á tónleikum um Verslunarmannahelgina 1979 sem komust í
sögubækur sökum þess að bassaleikari annarrar hljómsveitar sem þar lék
lést á voveifilegan hátt að þeim loknum.17
Árið 1990 sendi Megas frá sér hljómplötuna Hættuleg hljómsveit og
glæpakvendið Stella – sem er tilvísun í Basil fursta – og er þar að finna lagið
Furstinn. Basil fursti er vitanlega í forgrunni. Í textanum segir meðal annars:
„Það er svo margs að minnast frá horfinni tíð/ og mjög voru fetuð einstigin
lífs og dauða/ á geðveikrahælinu í glórulausri kúlnahríð/ frá gulum kvenna
sala við krossmerkið rauða.“18 Bergmála þarna titlar heftanna um Basil.19
Kvæðið um Furstann endar síðan á ljóðlínunum: „Basil fursti er fallinn hann
er hér ekki meir/ hann fagnar nú með Hólms á æðra plani.“ Basil hefur líka
dúkkað upp á því háa Alþingi og lýsti Össur Skarphéðinsson því eitt sinn yfir
í ræðustól þar að hann væri „meira að segja hlynntur Basil fursta.“20Var þessi
drengilega stuðningsyfirlýsing veitt í tengslum við umræðu um frumvarp
þáverandi viðskiptaráðherra um fjármálafyrirtæki.
En þó að Basil væri „hér ekki meir“ lágu leiðir okkar saman, þökk sé
einkum föðurbróður mínum heitnum, Snæ Jóhannessyni fornbókasala.