Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 56

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Page 56
B e r g l j ó t S o f f í a K r i s t j á n s d ó t t i r 56 TMM 2014 · 4 lýkur upp gáttinni að heimum ófárra fræðirita upplýsingarinnar. Því fylgir þó ekki endilega tilfinning um leiftrandi skemmtilegheit. En í sömu mund veit maður að maður er að handleika skáldsögu frá 21. öld, og sem maður hugleiðir að rótarávextirnir gnæfa yfir; það er búið að taka þá upp og þeir bíða þess að verða étnir, tekur blöndunin að orka á mann; Maður lýkur smáflissandi upp bókarspjöldunum og hugsar: Hvernig ætli þeir bragðist? III „Þú ert sjálfur kartafla“ (60), segir etasráðið við Björn gamla í Sauðlauksdal sem sinnir kartöflunni ekki bara í vöku heldur á sér næturdrauma um hana – þar sem hún birtist honum eins og hvurt annað „dýrlegt ævintýr“:17 Mig dreymir stundum á nóttunum að upp úr jörðinni minni komi […] kartafla, stór eins og sýruker, sver eins og boldangsmikill kálfur. Þá skæri ég af henni sneiðar og léti steikja með pétursselju á smjörpönnu, riði svo réttinum á alla bæi Barða­ strandarsýslu og gæfi fólkinu að smakka svo það sannfærðist um að allri góðri búsýslu fylgir nautn, fjör og kraftur. Það myndi skilja að jurtaríkið er ekki minna virði en kjötríkið. (bls. 43−44) Það er bragð að þeim Birni Halldórssyni sem smám saman tekur á sig mynd í huga manns við lestur Gestakomanna. Hann er geðríkur en stundar sjálfskoðun af fullri einurð, lýsir t.d. þyngslum sínum fágætavel – „Ég var reiðubúinn að mæta mínum Guði […] ef aðeins dægrin hefðu sent mér ofurlitla feigð til að hverfa að í miðjum draumi“ (bls. 16). En kominn uppúr þyngslunum, jafn þróttmikill, eða ætti ég að segja manískur, og hann var fyrr þorrinn krafti, játar hann líka að hann skelfist dauðann, „allsleysi þess“ sem hann „er vanur“ (bls. 52). Björn horfir í vangaveltum sínum jafnt yfir líf sitt allt og aldir sem atburði síðustu sólarhringa eða klukkustunda, vitnar í Eggert, Dante og Milton, og leggur mat sitt á aðra ekki síður en sjálfan sig. Í ofanálag er hann leiftrandi penni, hugsar á safaríkri íslensku með orð­ og líkingagnótt og tilheyrandi slettum sinnar aldar auk þess sem hann reynist fyndnari en gerist og gengur um persónur – og menn.18 Strax á fyrstu síðunum verður Björn manni því nákominn og ekki dregur úr að frásögn hans sýnir ýmsar þversagnir menningarinnar og hans sjálfs. Þannig lýsir hann því, hinn sanntrúaði klerkur, hvert upphafið var að skilningi hans á dásemdum jurtaríkisins: Þá man ég hafa eitt sinn rekist til bryggju, ofurlítill snáði sem fékk ekki staðist kall forvitninnar þar sem hún söng í seglum Bláa hegrans. Og þar sem ég stend og rýni í furður þessa ævintýraheims […] þá beygir sig niður til mín sjómaður og réttir mér epli. Aldrei hafði ég á ævi minni fyllst yndislegri bjartsýni: það finnst þá fleira en ýlduflak til að hnekkja heimsins sulti og mannfalli. (bls. 10)
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.