Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Side 112
Va l u r G u n n a r s s o n
112 TMM 2014 · 4
bókmenntahefðina sem slíka. Sem dæmi um hið síðarnefnda nefnir hún
The Studhorse Man eftir Robert Kroetsch, Beautiful Losers og Surfacing eftir
Margret Atwood. Hún segir jafnframt að kanadíska skáldsagan hafi þróast
frá raunsæi og yfir í bækur sem fjalla um:
… ferli skynjunar, fagurfræðilega firringu veruleikans og skapandi lista, með
öðrum orðum, í átt að hinum vísanaglöðu “sjálfhverfu” og paródísku forma sem
einkennast af því sem við höfum nefnt póstmódernískan þankagang.16
Allt þetta á vel við um bók Cohen. Fyrri hluti hennar er skrifuð í fyrstu
persónu sögumanns, „I“, en seinni hlutinn er séður frá besta vininum, F.
Hann er allt það sem „I“ vill verða, sefur hjá konu hans og kann að fullnægja
henni, sefur síðan hjá „I“ líka og ótal öðrum. Og á meðan „I“ er fræðimaður
sem situr með skræður sínar og skráir sögu Kanada er F. afhafnamaður
mikill. Hann er kosinn á þing í Ottawa en bætir um betur og verður
byltingarmaður og sprengir upp styttuna af Viktoríu drottningu á Sher
brookestræti,17 styttu sem má hugsa sér að föður Cohen hefði þótt vænt um
(og stendur reyndar þarna enn). Ekki nóg með það, heldur klárar hann það
meistaraverk fræðibókmennta sem „I“ er að vinna að og hefur lítið fyrir, F.
reynist á endanum betri fræðimaður. Það er ekki nóg fyrir F. að komast til
áhrifa í Kanada, hann þarf að losa sig við fortíðina líka.
Cohen finnur sjálfan sig
I og F renna að lokum saman (og úr verður IF), grúskarinn með bækur sínar
og athafnamaðurinn og kvennagullið orðnir eitt. Skáldsögurnar urðu ekki
fleiri, en platan Songs of Leonard Cohen kom út í lok árs 1967. Leonard Cohen
hafði lengi fengist við tónlist, allt frá því hann spilaði í hljómsveitinni The
Buckskin Boys á unglingsárum, en það er fyrst í kringum 1966 að hann fer
að semja eigin lög af krafti. Mörg ljóðanna úr bókinni Parasites of Heaven
sem kom út það árið rötuðu inn á fyrstu plötu hans í sönglagaformi árið eftir.
Sögusvið upphafslagsins „Suzanne“ er sótt til heimaborgarinnar þar sem
Maríustyttan á NotreDamedeBonSecourskirkjunni lítur verndaraugum
yfir hetjur í þanginu. Hann átti aldrei eftir að lýsa heimaborg sinni aftur með
jafn myndrænum hætti, enda hafði hann flutt frá Montreal til New York í leit
að frægð og frama og brátt færðu lögin sig um set líka. Á meðan hann bjó á
Grikklandi hafði hann enn ort um Kanada og fyrir Kanada, en nú fór hann
að yrkja fyrir heiminn allan. Leonard Cohen hafði fundið sína eigin rödd,
en til þess þurfti hann fyrst að yfirgefa heimaland sitt og síðan uppgötva það
á ný. Og hér með lýkur rithöfundarferli Leonards Cohen og söngvaskáldið
sem átti eftir að sigra heiminn stígur fram.