Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 85

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 85
„ Æ s i l e g a s t a o f u r h e t j a a l l r a t í m a“ TMM 2014 · 4 85 frá illum öflum en þar koma fulltrúar Öxulveldanna gjarnan við sögu. Í einni myndasögunni fyllist Farrel til dæmis kvíða þegar hann fréttir að Glenda ætli sigla með skipi frá Bandaríkjunum til Evrópu þar sem allt logar í ófriði. Hann ákveður að slást í för og beitir flughæfileikunum og hamr­ inum til að hreinsa tundurdufl úr siglingarleið þeirra. Síðar fer hann eins að í baráttu við þýskar sprengjuflugvélar sem gera loftárás á París. Eftir að hafa sprengt nokkrar þeirra í tætlur hneppir hann afganginn saman með keðju og slengir honum niður á Brandenborgar­hliðið í Berlín.18 Glenda virðist ekki átta sig á að Farrel og Thor eru sami maðurinn og veldur það ýmsum erfiðleikum í sambandi þeirra. Um er að ræða sígilda klemmu úr ofurhetjusögum sem átti sér meðal annars fyrirmynd í sambandi Clarks Kent/Supermans við Louis Lane og endurtók sig síðar í sambandi dr. Blake/ Thors við hjúkrunarkonunna Jane Foster (sem hét reyndar Jane Nelson í elstu Marvel­sögunum). Önnur myndasaga sem augljóst er að Stan Lee og félagar þekktu til nefnist „The Hammer of Thor“ en hún kom út í tímaritinu Out of This World #11 árið 1959. Teiknari var Steve Ditko (f. 1927) en hann hafði hafið feril sinn sem lærlingur hjá þeim Kirby og Simon snemma á sjötta áratugnum og átti síðar eftir að vinna með Lee og Kirby hjá Marvel, meðal annars að fyrstu sögunum um Spider­Man. „The Hammer of Thor“ gerist að hluta til á Norðurlöndum á miðöldum og á að varpa ljósi á hvernig goðsögurnar um norræna þrumu­ guðinn urðu til. Thor er veikburða drengur sem hefur lítinn áhuga á víkinga­ leikjum jafnaldra sinna og verður fyrir einelti af þeirra hálfu. Foreldra hans greinir á um hvernig bregðast eigi við; faðirinn vill herða soninn en móðirin er á öðru máli. Thor flýr þá út í skóg þar sem hann finnur einkennilega bjartan neðanjarðarhelli og inni í honum töfragrip sem er eins og hamar í laginu. Birtan hefur afgerandi áhrif drenginn; honum vex ásmegin og hann uppgötvar fyrir tilviljun, líkt og gullgrafarinn Bard í „The Magic Hammer“, að nota megi hamarinn til að kljúfa trjáboli. „Þó að óvíst sé hvort ég muni nokkru sinni berjast við einhvern þá gæti þetta orðið gott vopn,“ segir hann við sjálfan sig.19 Síðar, eftir að foreldrar Thors eru látnir, fer flokkur Húna með báli og brandi um Norðurlöndin og þá kemur hamarinn í góðar þarfir. Thor byrjar á því að beita vopninu á tvo skáeygða stríðsmenn þannig að þeir bókstaflega hverfa af yfirborði jarðar. Í næsta myndramma sjáum við aftan á Thor þar sem hann hefur kastað hamrinum að nýju en í stað óvinahersins sést aðeins rauður bjarmi og tvær gular eldingar. Myndatextinn er svohljóð­ andi: „Húnarnir lögðu á flótta þar sem skrítna, hræðilega vopnið skaut þeim skelk í bringu, og friður ríkti aftur á Norðurlöndum en Thor dvaldi áfram í góðu yfirlæti í skóginum sínum“.20 „The Magic Hammer“ vísar augljóslega fram til „Thor the Mighty and the Stone Men from Saturn!“. Í báðum sögunum finnur væskilslegur karlmaður hamar Þórs í neðanjarðarhelli og notar vopnið til að verjast skeinuhættum innrásarher. Hugsanlegt er að skáeygðir Húnar í sögu Ditkos vísi til
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.