Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 42

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 42
42 TMM 2014 · 4 Ragna Sigurðardóttir Gönguferðir í heimabyggð – Úr handriti 1.10.11 Veðrið var fallegt, stillt og milt eins og svo oft þetta haust. Að loknum stóra hringnum kringum Kasthúsatjörn hafði ég tíma til að ganga aðeins lengur svo ég fór líka litla hringinn. Dísu­ og Sollutjörn var með minna móti, síðustu vikur hefur verið meiri þurrkur en í venjulegu árferði. Við Töfrahúsið, varðturninn frá því í stríðinu, laust henni niður í mig. Til­ finningu fyrir ofurhægri veðrun allra hluta. Ég sá fyrir mér hvernig yndis­ lega og blíðlega myndi allt hverfa að lokum. Í rólegheitum. Húsin okkar, Bessastaðir, Álftanesið sjálft, allt yrði þetta á endanum veðrun, flóðum, gleymsku, einfaldlega tímanum að bráð. Svo hægt og rólega, ósýnilega. Allt sem ég hefði haft áhyggjur af eða óttast yrði marklaust, ekki til, að engu orðið. Fallega og mjúklega, átakalaust. Ég fylltist skyndilega miklum létti. Töfrahúsið var að baki, ég gekk framhjá skúrnum sem ég veit ekki hvaða hlutverki gegndi í stríðinu ef það var þá nokkuð. Áfram upp malarveginn, framhjá Jörfa og niður malbikaðan veginn áleiðis heim þar sem tíminn beið mín, tilbúinn í kapphlaup. 31.05.12 Kvöldið var stillt og tært, sólin enn þó nokkuð hátt á lofti og ekki farið að slá kvöldbjarma á geislana, en aðeins farið að kólna. Ég smeygði mér bakgarða­ megin í áttina að sjónum. Hlakkaði til að ganga meðfram tjörninni, sjá kannski svanaparið með ungana sína þrjá sem við höfðum komið auga á nokkrum dögum áður. Ég átti líka von á að sjá endur með andarunga og síðustu daga hafði ég nokkrum sinnum þurft að stoppa fyrir gæsum með unga á veginum. Öskrandi gelt splundraði kyrrðinni, mölvaði tært loftið í þúsund mola. Hundurinn var handan við limgerði, hljóðin voru grimm og reiðileg. Ég átti von á honum stökkvandi út úr garðinum. Í næsta garði tók annar hundur við og svo annar. Eftir því sem ég fjarlægðist róuðust hundarnir og hættu öfgafullri varðmennsku sinni. Geltandi hundar spilla ekki fyrir mér fallegu kvöldi. Á tjarnarbakkanum voru hestar á beit, hver og einn eins og á málverki eftir Þórarin B. Þorláksson. Einn þeirra var eins og hestur Línu langsokks nema hvað þessi var dökkgrár með hvítum doppum, ekki öfugt.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.