Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 134

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2014, Síða 134
Á d r e pa 134 TMM 2014 · 4 Miklar deilur verða um framkvæmd prófkjörsins og í þjónustu Össurar er Sigurður H. Guðjónsson hæstaréttarlög­ maður sem er ekki beint þekktur fyrir linku í málafylgju. Þrotlaus vinna Össurar og „herfor­ ingjanna“ skilar sigri og laugardaginn 17. nóvember 2012 skrifar hann í dag­ bókina: „Um kvöldið sigra ég Sigríði Ingi­ björgu Ingadóttur í hólmgöngu um leið­ togasætið í Reykjavík.“ (bls. 337) Frá sjónarmiði Össurar er hörð bar­ átta nauðsynleg. Hann á einfaldlega í átökum við harðvítuga andstæðinga lýð­ ræðis innan Samfylkingarinnar sem vilja opnu prófkjörin feig. Að eigin mati á Össur í höggi við „einhvers konar nýleninisma sem er úr takti við þarfir flokksins“. Samkvæmt dagbókinni fær Össur síðan staðfestingu á réttu eðli andstæðinga sinna innan Samfylkingar­ innar laugardaginn 13. október – nánar tiltekið um kvöldið og nóttina – með lestri Lenín’s Tomb eftir David Rem­ nick, „en höfundur fékk fyrir bókina Pulitizerverðlaunin. Þar er lýst hvernig leninisminn leiddi til þess að Sovétríkin hrundu innan frá.“ (bls. 323) Össur og hans fólk er því í björgunarleiðangri. Án þeirra baráttu yrðu opnu prófkjörin í Samfylkingunni lögð niður – og þar með myndi Samfylkingin hrynja innan frá – eins og Sovétríkin og í þokkabót af nákvæmlega sömu ástæðu, áhrifum frá kenningum Vladimar Ilyich Lenin! Í bók Össurar segir fátt af stefnumál­ um, hugsjónum eða hugmyndafræði. Engin stefnumál eru útskýrð. Ekkert sagt um hvernig á að færa Ísland til betri vegar, auka frelsi, jöfnuð og lýð­ ræði í landinu. Í framhjáhlaupi er minnst á mikilvæg mál eins og deilur um fiskveiðistjórnun og stjórnarskrá en lítið sem ekkert fjallað efnislega um þau mál. Við gætum lýðræðisins best með því að beita þekkingu okkar og reynslu, forðast eins og hægt er neikvæða þróun lýðræðis en styðja jákvæða þróun. Hugs­ um okkur að við hefðum aldrei tekið upp opin prófkjör en í stað þess tekið upp svipaðar leikreglur eins og er í f lest­ um lýðræðisríkjum Evrópu, t.d. á Norð­ urlöndunum. Þá væri þrennt til staðar: 1. Kosningakerfi þar sem stjórnmála­ flokkarnir bjóða fram lista. Kjósand­ inn velur lista eins flokks en getur þar að auki getur valið á milli fram­ bjóðenda flokksins. 2. Hver stjórnmálaflokkur er sérstakt samfélag. Skýr landamæri eru á milli þeirra sem eru í stjórnmálaflokki og þeirra sem eru utan hans. Greiðsla árgjalda er skilyrði fyrir þátttöku í ákvörðunum flokksins. Í stjórnmála­ flokki rétt eins og í öðrum félögum fara saman réttindi og skyldur félags­ fólks. 3. Meginviðfangsefni hvers stjórnmála­ flokks er stefnumótun. Hver flokkur mótar stefnu í helstu málum sem til úrlausnar eru í stjórnmálum og stjórnkerfi landsins, leggur þá stefnu fyrir kjósendur í kosningum og fær umboð til að hrinda henni í fram­ kvæmd eftir bestu getu. Í lýðræðisríki af þessu tagi fengjum við efnilega stjórnmálamenn eins og Össur Skarphéðinsson en ferill hans hefði orðið allt annar. Mjög sennilegt er að hann hefði notað starfskrafta sín til að vinna að stefnumótun um nýtt fisk­ veiðistjórnunarkerfi sem væri eins rétt­ látt og hagkvæmt eins og frekast væri kostur. Við þá stefnumótun hefði nýst vel þekking hans og menntun sem dokt­ ors í lífeðlisfræði sem og reynsla hans af sjómennsku. Ég varð hreinlega sorgmæddur við
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.