Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 2

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 2
2 TMM 2018 · 3 Frá ritstjóra Það hefur verið skemmtilegt að grípa enn á ný í að ritstýra Tímariti Máls og menningar, finna áhugann á því, lesa allt efnið sem berst, hvort sem það hafnar í ritinu eða ekki, spjalla við fólk um það, hlusta á gagnrýni og hrós. En nú er þetta millibilsástand á enda, því lýkur með þessu tölublaði. Frá og með næsta hefti verða ritstjórar þær Sigþrúður Gunnarsdóttir og Elín Edda Pálsdóttir. Sigþrúður er íslenskufræðingur, hún hefur lengi starfað við ritstjórn á Forlaginu og undanfarin ár hefur hún kennt ritlistar- og rit- stjórnarnemum við Háskóla Íslands að ganga frá textum til útgáfu. Elín Edda er bókmenntafræðingur frá Háskóla Íslands og Háskólanum í Lundi, hún hefur unnið í nokkur ár sem verslunarstjóri í Bókabúð Forlagsins. Þeim fylgja allar góðar óskir um góðan árangur og góða skemmtun í þessu nýja starfi. Kápumyndin er að þessu sinni listaverk eftir Þuríði Sigurðardóttur mynd- listarmann og vísar bæði til „Fjallkonuljóðs“ Lindu Vilhjálmsdóttur og greinar Andra Snæs Magnasonar í heftinu. Ljóð Lindu vakti mikla og verð- skuldaða athygli þegar Sigrún Edda Björnsdóttir flutti það á Austurvelli 17. júní á sjaldgæfri sólskinsstund í sumar og er Tímaritinu heiður að fá að birta það. Grein Andra Snæs er hugleiðing í kjölfar frumsýningar kvikmyndar- innar Kona fer í stríð eftir Benedikt Erlingsson og mikilla vinsælda hennar hérlendis og erlendis. Það stendur stríð um náttúru Íslands og framlag kvik- myndarinnar, efnistaka hennar og frábærs leiks Halldóru Geirharðsdóttur og annarra leikara er mikilsvert framlag til varnar gersemunum sem við eigum í óspilltri náttúru. Um kápumyndina segir Þuríður: „Háspennumastur af þeirri gerð sem hér er klætt upphlut er hluti níu mynda raðar sem ég vann árið 2002 og nefnist „Hugarástand“. Frá því ég fyrst man eftir þessum „kvenlegu“ möstrum hef ég gert mér að leik að klæða þau í huganum í ýmiskonar fatnað – og væntan- lega hefur hugarástand mitt ráðið því hver klæðnaðurinn varð. Í dag eru tilfinningarnar blendnar gagnvart möstrunum og ég vildi að náttúran væri án þeirra. En þau eru þarna og ég finn enn fyrir löngun til að halda leiknum áfram. Verkin eru unnin með blandaðri tækni.“ Með von um góðan bókavetur framundan, Silja Aðalsteinsdóttir TMM_3_2018.indd 2 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.