Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 9
K o n a f e r í s t r í ð
TMM 2018 · 3 9
IX Elísabet Jökulsdóttir á Facebook
„KONA GERIR KRAFTAVERK
Við elskum öll Jón Viðar. Og fyrir hvað? Að vera hann sjálfur, að þora, að
skeyta ekkert um skoðanir annarra og það í sjálfu leikhúsinu, því ef eitthvað
háir þessu samfélagi, ef eitthvað háir heiminum, þá er það meðvirkni, að þora
ekki að vera maður sjálfur af ótta við álit annarra. Og hver er mesti sársauki
í heimi? Að geta ekki verið maður sjálfur.
Einsog konan í myndinni Kona fer í stríð, hún kærir sig kollótta um álit
annarra, hún er bara að reyna að bjarga því sem er verðmætast fyrir hana:
Náttúrunni. Hún leggur ýmislegt á sig til þess. Og eitt, hún þarf að lifa felu-
lífi, það er ekki fyrren nýverið að það var í lagi að elska, að elska náttúruna.“
Heimild: Elísabet Jökulsdóttir, Facebook 2018. Brot úr viðbrögðum við ummælum
JVJ.
X
Ertu að skrifa bókina?
Nei, ætli ég bíði ekki bara eftir myndinni.
Heimild: Draumlandið, sjálfshjálparbók handa hræddri þjóð.
XI Draumalandið atlaga 1
Myndin er heimildarmynd. Hún fjallar um virkjunarmál á Íslandi og fer
gegnum rökin, með og á móti. Þar vegast á sjónarmið þeirra sem vilja byggja
upp atvinnulíf, menntun, blómlegar byggðir og velferð á Íslandi og þeirra
sem vilja vernda náttúruna.
XII Draumalandið atlaga 2
Draumalandið fjallar um fyrirhugaðar framkvæmdir til að efla atvinnulíf á
Íslandi og efla landsbyggðina. Myndin fjallar um álverið í Helguvík og kísil-
verin tvö sem hafa fengið pláss á sömu lóð, stækkun álversins í Straumsvík,
Silikor í Hvalfirði og stækkun álversins í Hvalfirði, hún fjallar um kínverska
risaálverið í Húnavatnssýslu, stóru olíuhreinsistöðina á Hvestu í Arnarfirði,
staðsetningu fyrir álverið í Skagafirði, stórskipahöfnina í Eyjafirði, iðn-
aðarsvæðið á Bakka við Húsavík, nýtt álver Alcoa ásamt kísilveri og fram-
kvæmdum á Þeistareykjum. Hún fjallar um stórskipahöfnina í Finnafirði,
olíuhreinsistöð á Seyðisfirði ásamt umfjöllun um álver Alcoa á Reyðarfirði
og stórskipahöfnina og fyrirhugað álver í Þorlákshöfn. Draumalandið ræðir
við bjartsýna sveitarstjórnarmenn, viðskiptafræðinga, hagfræðinga, verk-
TMM_3_2018.indd 9 23.8.2018 14:19