Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 10
A n d r i S n æ r M a g n a s o n
10 TMM 2018 · 3
fræðinga og þingmenn úr öllum kjördæmum. Draumalandið fjallar um
helstu framkvæmdir á hálendi Íslands sem tengjast þessum framkvæmdum,
hugleiðingar um nöfn á vegi og ný fjallavötn og hugsanlega fiskveiði og
mikilvægi þess að opna fáfarna og áður óaðgengilega staði fyrir almenning
og hvernig þessir vegir nýtast til smalamennsku. Í myndinni er einnig rætt
stuttlega við Árna Finnsson.
Heimild: Draumalandið eftir Kristján Má Unnarsson.
XIII Draumalandið atlaga 3
Draumalandið sýnir fólk standa við þekkt náttúrufyrirbæri á Íslandi og það
öskrar. Það horfir beint í vél og öskrar. Það öskrar á fossa, það öskrar í varp-
landi, það öskrar í fjöruborði og það öskrar á eyðisöndum. Við færumst frá
einni manneskju til annarrar og fylgjumst með henni öskra, allt upp undir
mínútu þar til við færum okkur til hinnar næstu. Smám saman höfum við
safnað hundrað öskrum á mörgum fallegustu stöðum Íslands. Það eru engin
rök í myndinni, engin orð eða viðtöl. Við sjáum bara fólk standa og öskra af
öllum lífs og sálar kröftum. Ekki gleðilegt öskur, heldur sjáum við í augum
fólks tæra sorg, örvæntingu og brjálaða reiði.
XIV
Samkvæmt áreiðanlegum niðurstöðum vísindamanna er náttúra jarðar,
undirstaða lífs okkar, á heljarþröm. Hvar sem borið er niður þá sjáum við
hnignandi vistkerfi, vatnsbúskap, hækkandi sjávarborð og súrnun hafsins,
lækkandi grunnvatnsstöðu, bráðnandi jökla, skógarelda. Hvernig mynd er
þetta? Gamanmynd? Heimildarmynd? Er þetta bók, lag eða ljóð?
XV Elísabet Jökulsdóttir framhald:
Hættið að slíta okkur í sundur.
Hættið að sprengja gljúfrin.
Hættið að stífla árnar.
Hættið að rífa upp mosann.
Hættið að slíta okkur í sundur.
TMM_3_2018.indd 10 23.8.2018 14:19