Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 18
Á s d í s R . M a g n ú s d ó t t i r 18 TMM 2018 · 3 Ásdís R. Magnúsdóttir Skrímslið og kakóbollinn Fríða og Dýrið og önnur ævintýri kvenna í frönskum bókmenntum fyrri alda Þótt hlutur kvenna sé rýr þegar flett er í gegnum franska bókmenntasögu má þar finna áhugaverð skáldverk eftir konur langt aftur í aldir. Undanfarin ár hefur verið lögð talsverð áhersla á að draga fram hlut kvenna fyrri alda á ritvellinum og hefur hin virta bókaútgáfa Honoré Champion í París ráðist í útgáfur á verkum sem lengi vel hafa ekki farið sérlega hátt. Meðal þeirra eru sendibréf kvenna, skáldsögur og ekki síst ævintýrasöfn, sem eru misvel þekkt af lesendum í dag. Eitt bindið í því safni er helgað hinu fræga ævin- týri um Fríðu og Dýrið. Ævintýri nutu mikilla vinsælda í bókmenntaheimi Frakklands á 17. og 18. öld og margar konur spreyttu sig á þessu bókmennta- formi sem á rætur sínar í sagnaarfinum en tekur á sig síbreytilegar myndir í meðförum nýs flytjanda. Sagan um Fríðu og Dýrið er án efa eitt frægasta verk franskra kvenna fyrri alda og enn virðist þessi átakanlega saga höfða til lesenda og áhorfenda í þeim fjölmörgu endurútgáfum og endurgerðum sem til eru: kvikmyndum Pathé-bræðra frá 1899 eða 1908, hinni frægu kvikmynd Jeans Cocteau frá 1946, gerð Jurajs Herz frá 1978, Disney-teiknimyndinni frá 1991, í gerð Davids Lister 2009, Christophes Gans frá 2014, Disney-kvik- myndinni frá 2017, í smásögum Angelu Carter frá 1979 eða barnabókum, svo eitthvað sé nefnt. Í þessari sögu, þar sem allt fer þó vel að lokum, mætir hin unga Fríða örlögum sínum í líki skrímslis sem hún þarf að deila með höll, umbera og elska. Sagan kom fyrst út í Frakklandi á árunum 1740–1741 en svo aftur í endurgerðri og styttri gerð árið 1756, sem íslensk börn og ungmenni gátu lesið sér til gagns og gamans strax í lok 18. aldar.1 Hér verður fjallað um uppruna og nokkur einkenni þessa fræga bókmenntaverks og sagt frá tveimur ólíkum gerðum sögu sem var alls ekki ætluð börnum þegar hún var fyrst sett á blað. Ævintýraritun í Frakklandi á 17. og 18. öld Ævintýri hafa alltaf verið vinsæl. Þau hafa gengið frá manni til manns, frá einni kynslóð til annarrar, á milli landa, tungumála og menningarheima og tekið á sig ólíkar myndir, innan og utan bókmennta. Við tengjum ævintýri gjarnan við börn og þegar fyrstu bækurnar ætlaðar börnum og unglingum TMM_3_2018.indd 18 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.