Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 24

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 24
Á s d í s R . M a g n ú s d ó t t i r 24 TMM 2018 · 3 Verkið er algerlega sviplaust og svo innantómt að jafnvel hugrakkasti lesandi gefst upp. Þessi endurútgáfa sýnir þó að þessi tegund bóka á sinn lesendahóp; það er vegna þess að til er svo mikið af iðjuleysingjum sem hafa ekki hugmynd um hvernig þeir eiga að drepa tímann.16 Þess má geta að í formála verksins virðist höfundurinn sjá fyrir viðbrögð af þessu tagi, biðst afsökunar á verki sínu sem sé aðeins hégómleg skáldsaga sem hafi verið skrifuð í flýti án þess að vandað væri til verka enda sé hún ekki rithöfundur að atvinnu; fólk ráði því hins vegar sjálft hvort það lesi bókina eða ekki.17 Í sögunni um Fríðu og Dýrið segir frá kaupmanni, föður sex pilta og sex stúlkna, sem missir allar eigur sínar og neyðist til að flytja úr borginni upp í sveit. Fríða er yngst dætranna, og sú eina sem sættir sig við breytinguna á kjörum þeirra. Hún er líka sú fallegasta og sú blíðasta. Þegar faðirinn spyr hvað hann eigi að færa systrunum úr kaupstaðnum vill hún bara eina rós. Á ferðalaginu leitar kaupmaðurinn skjóls í glæsilegri höll og tekur þar rós til að færa dóttur sinni. Þá birtist Dýrið, húsbóndi hallarinnar, og krefst þess að fá eina dóttur hans að launum fyrir rósina.18 Hún verði að koma af fúsum og frjálsum vilja, og ef hann komi einn þá muni hann deyja. Fríða býðst til að fara og í höllinni uppgötvar hún bæði mikla undraveröld og svo Dýrið sem hún er fyrst dauðhrædd við en kynnist smátt og smátt. Á hverju kvöldi kemur Dýrið, spjallar við hana og spyr að lokum hvort hún vilji að það sofi hjá henni. Alltaf segir Fríða nei. Í draumum sínum hittir Fríða reglulega ungan prins, sem hún verður ástfangin af. Hún fær að heimsækja fjölskyldu sína og þegar hún kemur aftur, aðeins seinna en um var talað, er Dýrið nær dauða en lífi. Hún áttar sig á því að Dýrinu þykir vænt um hana og samþykkir að leyfa því að sofa hjá sér. Næsta morgun sér Fríða að Dýrið hefur breyst í ungan og myndarlegan mann sem er auk þess nauðalíkur draumaprinsinum! Allt í einu birtast drottning og álfkona í höllinni og benda á að Fríða sé ekki af nægilega góðum ættum til þess að giftast prinsinum. En þá kemur fram í langri frásögn að Fríða sé í raun konungsdóttir og álfkona og þau megi því giftast. Þá heldur lesandinn að sagan sé búin, en Mme de Villeneuve heldur áfram og nú er það prinsinn sem segir sögu sína. Í ljós kemur að grimm örlög Dýrsins má rekja til gamallar og ljótrar álfkonu sem hafði séð um uppeldi hans í fjarveru móður hans, en svo orðið hrifin af þessum hálfgerða fóstur- syni og orðið fyrir sárum vonbrigðum þegar hann hafnaði henni. Þá lagði hún á hann þá bölvun að breytast í dýr og ekki nóg með það, heldur átti hann líka að þykjast vera heimskur. Álögunum létti ekki fyrr en ung stúlka elskaði hann af fúsum vilja í þessari afskræmdu mynd. Saga Mme de Villeneuve er líkari skáldsögu en ævintýri; hún er 120 þétt- skrifaðar blaðsíður í nýlegri útgáfu verksins og það er ekkert til sparað í lýsingum á öllum aðstæðum og umhverfi. Salarkynnum hallarinnar er lýst í löngu máli og það á einnig við um sögupersónurnar, tilfinningar þeirra, hugsanir og drauma, einkum þegar Fríða á í hlut. Mme de Villeneuve dregur TMM_3_2018.indd 24 23.8.2018 14:19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.