Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 25

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 25
S k r í m s l i ð o g k a k ó b o l l i n n TMM 2018 · 3 25 fram andstæðurnar milli lífs Fríðu í heimahúsum og þeirrar veraldar sem Dýrið hefur skapað í höllinni. Þess sem var og þess sem er, eða þess sem virðist vera – milli ólíkra heima, raunveruleikans og óvæntra birtingarmynda hans. Þessi hugsun er eins konar leiðarljós í sögunni og sést kannski einna best í persónu Dýrsins sem er óttalega ljótt: Dýrið er stórt og ógnvekjandi, með fílsrana og þakið hreistri, allt titrar þegar það stígur til jarðar og hljóðin sem það framkallar minna á ýlfur og óp og þau vekja ugg hjá þeim sem heyrir. Mme de Villeneuve tekst vel að skapa spennu í kringum þann atburð sem allt hverfist um, beint eða óbeint, í sögunni: nótt Fríðu með Dýrinu. Fyrsta kvöldið sem Fríða er ein í höllinni fer hún kjökrandi og úrvinda inn í svefnherbergið: En þar sem hún var dauðuppgefin þráði hún þá hvíld sem hún hafði ekki fengið í heilan mánuð. Hún hafði ekkert betra að gera og ætlaði að leggjast til svefns þegar hún rak augun í bolla af heitu súkkulaði sem stóð á náttborðinu. Hún tók bollann hálfsofandi og augun lokuðust nær samstundis. Hún hafði ekki sofið svo vært frá því að hún fékk rósina örlagaríku.19 Hér hefst hið tvöfalda líf Fríðu í höllu Dýrsins. Fríðu dreymir ungan, myndarlegan mann sem segir við hana: Ekki trúa því, Fríða, að þú sért jafn óhamingjusöm og þú heldur. Það er hér, á þessum stað, sem þú munt fá þá umbun sem þér hefur svo ranglega verið neitað um annars staðar. Notaðu innsæi þitt til þess að sjá mig þrátt fyrir þann búning sem mig hylur. […] Ég elska þig af öllu hjarta og aðeins þú getur gert mig hamingjusaman með því að verða sjálf hamingjusöm.20 Svo krýpur hann niður, biður hana að láta ekki blekkjast af útlitinu, og öllu framar að yfirgefa hann ekki og bjarga honum frá þeirri skelfilegu þjáningu sem hann þarf að þola. Svona líður nóttin og svefninn er hinn ánægjulegasti í góðum félagsskap unga mannsins. Þrátt fyrir þessi orð, sem auðvelt er að skilja þegar maður þekkir söguna, kveikir Fríða ekki á perunni. Næsta kvöld spyr Dýrið hana hvort hún vilji leyfa því að sofa hjá henni og skjálfandi af ótta neitar hún. Þá býður skrímslið blíðlega góða nótt og fer og svona líða vikur og mánuðir: Á daginn ráfar Fríða um höllina, á hverju kvöldi spyr Dýrið hvort hún vilji leyfa því að sofa hjá sér, og á hverri nóttu hittir Fríða drauma- prinsinn og á með honum ljúfar stundir saklauss unaðar þar til dagur rís. Það er ekki fyrr en Fríða kemur aftur úr heimsókninni til fjölskyldu sinnar og Dýrið er við það að gefa upp öndina af örvæntingu yfir fjarveru hennar að henni snýst loks hugur. Hún leyfir Dýrinu loksins að sofa hjá sér og þau lofa hvort öðru tryggð og ást áður en þau ganga til náða. Þegar ljósin slokkna kemur Dýrið sér mjúklega fyrir við hlið hennar þar sem hún liggur klesst upp við rúmbríkina, steinsofnar og hrýtur! Sér til furðu tekst Fríðu líka að sofna og í draumalandinu hittir hún prinsinn sem ljómar af gleði yfir trú- lofun hennar og Dýrsins. Sjálf verður hún vonsvikin yfir viðbrögðum hans. TMM_3_2018.indd 25 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.