Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 36

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 36
Wa n g S h u h u i 36 TMM 2018 · 3 litið ósýnilegt, röddinni hafði verið breytt með tækni, en eitt var víst að hún var ennþá skelfingu lostin þegar hún rifjaði upp atburðinn, grátandi, sárt. Hve mörg ár eru liðin frá því að ofbeldið átti sér stað þangað til núna þegar hún gat sagt frá? Hefði hún getað sagt frá á íslensku ef ekki hefði verið vegna byltingarstrauma? Sem útlend kona hef ég samúð með henni. Ég hugsa stundum um það þegar ég kom til náms á Íslandi fyrst, haustið 2007. Ég fékk húsnæði þar sem erlendir nemendur búa, víða að en aðallega bandarískir, og hékk mikið með þessum fjölbreytta hópi áður en önnin hófst. Nokkrum sinnum fórum við saman á bararölt sem var svo nýstárlegt (það var ekki á lista yfir það sem ég hafði gert í lífi mínu í Kína). Ég las mér til og undirbjó mig nokkuð vel fyrir kvöldið. Ein reglan var þessi: Ekki þiggja bjór af fólki, sá sem þiggur bjór er tilbúinn að fara heim með þeim sem býður. Ég man ekki hvaðan þessar upplýsingar komu en fékk síðar um haustið stað- festingu í kvikmyndinni 101 Reykjavík í tíma um kvikmyndamenningu hjá Gunnari Tómasi. „Má bjóða þér bjór, eða viltu taka beint við peningum?“ Ég var allavega vel undirbúin, þekkti reglurnar, ætlaði hvort sem er ekki að fá mér bjór, mér þykir hann vondur, og var með alþjóðlegum hópi fólks. Ég var einfaldlega í góðum höndum. Þegar við komum á einn barinn fóru nokkrar stelpur á klósettið, nokkrar að afgreiðsluborðinu að kaupa bjór, ég og einn strákur stóðum á upphækkuðum palli og niðri á gólfinu voru borð sem fólk sat við. Ég leit í kringum mig og skoðaði mannlífið. Þetta var allt nýtt, ekkert sem mér líkaði rosalega vel við, en mér var sagt að þetta væri lífsstíll ungmenna, það væri áhugavert að sjá og upplifa þetta allt. Þarna sátu tveir karlmenn við kringlótt borð. Annar þeirra tók eftir mér og gerði handahreyfingu sem hann beindi til mín; hann benti með vísifingri á annarri hendi og bjó til hring með vísifingri og þumli hinnar handarinnar. Svo fór hann að troða beina vísifingrinum inn í hringinn. Á meðan horfði hann á mig, spyrjandi augnaráði. Ég var fyrst heilatóm og vissi ekki mitt rjúkandi ráð, vissi ekki hvernig ég ætti að bregðast við en fann til óþæginda. Þá kallaði strákurinn við hliðina á mér á mig og benti mér á að koma til hópsins okkar. En ég var ósátt við að ganga svona í burtu. Ég gat ekki sagt neitt, nokkrar bíómyndasenur flutu yfir heilabúið. Svo gaf ég manninum merki með löngutöng og fór með hópnum til að finna sæti. Þetta var ekki ég, mér hafði ekki einu sinni dottið í hug að ég myndi þurfa að gera eitthvað svona dónalegt, en á þessu augnabliki var þetta það besta sem ég gat mannað mig upp í að gera. Um leið er eitthvað hlægilegt við þetta. Ég var menntuð, ung kona, frá landi þar sem siðir eru tugþúsund ára gamlir. Foreldrar mínir myndu örugglega vera mjög stoltir. Eða hvað? 3 Viku eftir umfjöllun okkar um Ástu Sigurðardóttur var spjallað um nokkur ljóð eftir Vilborgu Dagbjartsdóttur. Þeirra á meðal var eitt sem heitir „Erfiðir TMM_3_2018.indd 36 23.8.2018 14:19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.