Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 40
Wa n g S h u h u i
40 TMM 2018 · 3
og ólíkum heimshornum. Kannski verður staða kvenna alltaf stórt mál og á
sér ekki endanlegt svar eða fyrirmyndarramma. En ég sem kona, stundum
óánægð með stöðu kvenna, er mjög þakklát fyrir Ibsen, Lu Xun, Vilborgu, Yi
Shu, og Metoo-byltingarkonurnar, sem sýna málið sífellt í nýju ljósi.
5
Það er ekki langt síðan flestar kínverskar konur þurftu að reyra fætur sína.
Föðuramma mín, sem dó fyrir 16 árum, var með litla, sæta fætur og skórnir
hennar voru rosalega smáir, eins og barnsskór. Skórnir hennar voru kannski
jafnstórir mínum skóm þegar ég var 10 ára stelpa. Stundum sýndi ég áhuga á
fótunum á henni, og stundum hló ég að þeim. Hún sagði mér þá hve sárt það
hefði verið að brjóta fótarbeinin í byrjun, en svo lagaðist það smám saman. Í
minningunni komu reyrðir fætur ekkert í veg fyrir dagleg verk hennar. Litlir
fætur gerðu fótatak hennar sérstaklega lipurt þegar hún gekk um.
Ef kennarinn minn gamli hefði ekki nefnt þetta sem dæmi um kúgun
kvenna í Kína hefði ég næstum gleymt því. „Af hverju gerðu þær þetta?“
spurði hann.
Heimildir segja að málarinn og myndletursskrifarinn Yang Weizhen
(1296–1370) hafi verið mikill kvennamaður, og að honum hafi þótt litlir fætur
Ljósmyndina tók Jo Farrell sem myndaði reyrða fætur kínverskra kvenna árum
saman. Yngstu konurnar sem hún myndaði voru fæddar á fimmta áratug 20. aldar.
TMM_3_2018.indd 40 23.8.2018 14:19