Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 61
É g e r h ö f ð i n g l e g a v e n j u l e g
TMM 2018 · 3 61
Currie: Ég hrífst af hljóðum – yfirleitt – öllum hljóðum. Á næturnar opna
ég gluggana til að heyra í fólkinu ganga framhjá húsinu hérna.
Ég kysi fremur að hlusta á vatn.
Hvaða hljóð þolir þú ekki?
Hljóð úr vélum, verkfærum, loftkælingu, rafölum, hamrandi hljóð, óreglu-
leg, krefjandi og hávaðasöm.
Við hvaða annað starf kysirðu að vinna?
Mér finnst gaman að kenna forngrísku en það er nú þegar atvinna mín.
Mér finnst gaman að teikna. Mér gæti hafa þótt gaman af að læra fag-
teikningu, nákvæma teikningu líkamans og grasafræðilega teikningu.
Og alls ekki vilja starfa við?
Kokkur.
Currie: Leigubílstjóri.
Já, ég myndi ekki vilja keyra leigubíl afþví ég villist alltaf.
Currie: Og þú kannt ekki að keyra.
Það er smáatriði.
Hver er uppáhaldsliturinn þinn og -blóm?
Rauður. Ég er ekki mikið fyrir blóm. Mér þykir vænt um kattarrófur –
dúnhamar – þau heita líka bulrushes og vaxa við vatnsbakka, hafa langa og
beina stilka og loðnar krúnur sem minna á kattarrófu. Svo svigna þau saman
í vindinum – ú – ffff – ú f f f f –
Mm – uppáhaldsfugl?
Currie á app sem við notum oft til að hlusta á fugla en ég verð að segja
kráka afþví ég skrifaði eitt sinn um krákur. Þær eru skepnur sem var
ómaksins vert að fræðast um.
***
Hvernig barn varstu? Óþekk, stillt?
Já, rólegt, þrjóskt barn myndi ég segja – ekki óstýrilátt – snyrtilegt og
skipulagt.
Hvernig unglingur?
Skipulagður og skyldurækinn þar til ég varð sextán ára. Eftir það síð-
hærður og uppreisnargjarn unglingur.
TMM_3_2018.indd 61 23.8.2018 14:19