Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 63
É g e r h ö f ð i n g l e g a v e n j u l e g
TMM 2018 · 3 63
Currie: Fjögur fet níu … Ég er svo oft að hugsa um sögu sem Anne skrifaði
nýlega [Trouble in Paradise, birt í tímaritinu New Yorker 2016] en persónu
hennar byggði Anne lauslega á móður minni. Síðan get ég ekki gleymt því
að mamma er fjögur fet níu að hæð.
Móðir hans er hundrað og eins árs gömul og keyrir enn á eigin BMW
um bæinn – hún býr í Midland, Michigan – þó hún sé fjögur fet og níu
þumlungar að hæð og sjái varla upp yfir stýrið. Djörf kona.
Currie: Já og það kemur reglulega upp í hugann að mamma mín er fjögur
fet níu á hæð eftir að þú skrifaðir söguna …
Já, hún er fjögur fet og níu þumlungar á hæð. Það er ekkert að því. Þú
verður að fara varlega …
1.447,8 sentímetrar. Ég spyr þig ekki um áhrifavalda en áttu bók, bækur
sem þú grípur alltaf í, sem þú tækir með á eyðieyju?
Ilíónskviða Hómers.
***
Ertu gift? Hvað heitir maki þinn?
Já, hann heitir Robert Currie og fólk kallar hann Currie.
Hvenær hittust þið fyrst?
1999.
Currie kinkar kolli til samþykkis ártalinu.
Og þið hafið verið saman síðan? Í átján ár?
Já, það er langur tími.
Til hamingju, kæru hjón.
Vel af sér vikið.
Currie: Bestu átján ár lífs míns –
Þetta er kaldhæðni. Við hittumst fyrst fyrir slysni í bæ sem hvorugt okkar
bjó í og nú búum við þar og það er annað slys. Ég kom þangað til að lesa upp
í bókabúð og hann átti leið hjá. Búðarstrákurinn sem átti að selja bækurnar
veiktist og því var hann beðinn um að selja bækurnar á upplestrinum og
þannig hittumst við.
Hvað heitir bærinn?
Ann Arbour, Michigan.
Áttu börn?
Nei.
TMM_3_2018.indd 63 23.8.2018 14:19