Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 64
K r i s t í n Ó m a r s d ó t t i r
64 TMM 2018 · 3
Hvort þykir þér skemmtilegra/betra að elska eða vera elskuð eða hvort
tveggja?
Ó, ég er frekar passíf, frekar viðbragðslaus.
Hefur ástin mótað persónu þína og líf og verk og hvernig?
Þessi spurning gæti verið of stór spurning. Eða réttara sagt: allar spurn-
ingar í einni.
***
Viltu segja mér frá skólagöngunni?
Ég nam klassísk fræði, forngrísku og latínu frá menntaskóla og uppúr og
lauk doktorsprófi frá Háskólanum í Toronto. Eftir að ég lauk námi kenndi
ég og geri enn.
Hvaða önnur nútímatungumál en ensku lestu?
Stundum frönsku, ég les Proust á frönsku og ég les þýsku með átaki.
Hvernig áhrif hafa aðrar listgreinar á ritstörf þín? Myndlist, tónlist, leik-
hús, dans …
Þær hafa ekki mikil áhrif nema þegar við Currie vinnum saman. Við búum
til gjörninga saman. Hann fær auðveldlega margar myndrænar, dans – og
rýmislegar hugmyndir sem ég hlusta á og saman búum við til sýningu. Frá
honum verð ég fyrir djúpum og ígrunduðum áhrifum. Það er ekkert tilvilj-
unarkennt við samstarf okkar.
Hvernig varðstu skáld? Hvenær vildirðu verða skáld?
Ég veit það ekki. Það gerðist einsog hvert annað slys og vegna teikninganna
minna. Ég var alltaf að teikna og lauk handriti með teikningum sem með
fylgdu textar. Mig langaði til að gefa handritið út í bók en engum líkuðu
teikningarnar. Mér líkuðu þær, engum öðrum. En útgefendunum líkuðu
skrifin svo ég tók út teikningarnar, bætti við skrifin og breytti þeim í fyrir-
lestra, hvern með ákveðið umfjöllunarefni: til dæmis Mónu Lísu, Gertrude
Stein, silungsveiðar, flugtak. Bókin Short Talks (1992) kom út og það var
gaman að gefa út bók svo að ég hélt bara áfram að skrifa.
Þú varst ekki: hei, ég ætla að verða skáld?
Nei, hugmyndin um ritstörf knúði mig ekki áfram.
Currie: Að þýða úr grísku knýr þig áfram.
Nei, það var líka fyrir slysni að ég byrjaði að þýða úr grísku.
Er kennslan köllun þín?
Já, ég held það.
TMM_3_2018.indd 64 23.8.2018 14:19