Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 67
É g e r h ö f ð i n g l e g a v e n j u l e g
TMM 2018 · 3 67
Currie: Ég held að þegar þú þýðir úr grísku komist þú mjög nærri ham-
ingj unni.
Já, ég er hamingjusöm þegar ég þýði en ég held að spurningin fjalli meira
um fullkomna hamingju og hún væri endirinn. Að hverju skyldi maður þá
leita og keppa að? Nei, ég hef ekki áhuga á þannig hamingju.
Áttu þér listrænt manifestó?
Nei – að byrja í miðjunni! Biðji nemendur mínir um ráð segi ég þeim að
byrja í miðjunni.
Hlustar þú á tónlist á meðan þú skrifar?
Nei aldrei.
Hver er uppáhaldstónlistin þín?
Hún breytist í sífellu, dag frá degi.
Currie: Þú ert alltaf jafn hrifin af tónlist Kjartans Sveinssonar, tónlist hans
er alltaf í uppáhaldi hjá þér.
Já, það er satt! Það er eitt af mörgu varanlegu sem mér líkar.
***
Viltu segja mér frá vinnubrögðunum, aðferðunum, sköpunarferlinu? Skrif-
arðu með penna, á ritvél, tölvu?
Ég skrifa í glósubækur með penna – hún bendir á penna – mér þykir gott
að fá úthlutað verkefnum. Verði ég beðin um að skrifa um banana þá rann-
saka ég banana og skrifa um þá. Ég veit ekki hvað ég er að hugsa fyrr en ég
kem því niður á blað. Þannig eru skriftirnar aðferð mín við að hugsa. Með
heimildaröflun opna ég dyr svo fer sköpunin fram og skoðanirnar myndast
og hugmyndirnar birtast um leið og ég skrifa. Þá verður allt ljóst. Meikar
þetta sens?
Já.
Á meðan ég skrifa leita ég skilnings.
Currie: Þegar þú skrifar í allar þessar glósubækur – segjum að þú sért að
skrifa fyrir ákveðið verkefni – myndirðu þá koma aftur að glósubókunum
seinna og fyrir annað verkefni?
Já, algjörlega.
Currie: Þannig að þar verður til efniviður fyrir hvað sem er þó hann sé í
fyrstunni ætlaður tilteknu ákveðnu verki?
Jabb.
TMM_3_2018.indd 67 23.8.2018 14:19