Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 69
É g e r h ö f ð i n g l e g a v e n j u l e g
TMM 2018 · 3 69
Ertu að skrifa bók, bækur?
Verkefnin nú miðast mörg við performans. Við erum til dæmis að skrifa
óperu í samstarfi við Kjartan Sveinsson tónskáld. Svo mun Tunglforlagið gefa
út nýja bók eftir mig næsta sumar.
***
Ertu hugrökk?
Nei en ég á sundföt hugrekkisins sem ég ætla að synda í í dag afþví það
rignir og er kalt. Þau eru skærrauð á litinn. Annars: ekkert hugrekki.
Ertu ævintýragjörn, nýjungagjörn?
Mér leiðist auðveldlega og maður myndi ætla að það gerði mann nýjunga-
gjarnan. En ég er ekki ævintýragjörn. Mér þykir vænt um venjur mínar.
Ertu kvöldsvæf?
Ójá, ég fer snemma á fætur – hann vakir fram eftir – og yfirleitt fer ég
snemma í háttinn.
Hvar annars staðar vildirðu búa? Sveit, land, borg?
Ég vil eiga heima í húsinu mínu í Ann Arbour en mér er sama hvar húsið er
staðsett. Það væri fínt ef það stæði hér. Þetta er góður staður enn sem komið
er og vonandi breytist það ekki.
Hver er uppáhaldsmálsverðurinn þinn?
Ó! Látum okkur sjá! Gúmmíbirnir – hlaup!
Currie: Og allt sem fer ofan í einn pott.
Heima setjum við allt sem til er í ísskápnum ofan í einn pott. Við erum
ekki sælkerar – gúrmenfönixar.
Áttu þér uppáhaldssögupersónu?
Hver er þín?
Kannski Don Kíkóti, að minnsta kosti einu sinni.
Amma Marcels í Proust. Amma hans er æðisleg.
Uppáhaldsrithöfundar?
Hómer, Proust, Daniel Kehlmann, Fleur Jaeggy, Homi Bhabha, Giorgio
Agamben, Susan Howe, Frantz Fanon. Hölderlin.
Áttu þér fyrirmynd?
Það held ég ekki.
TMM_3_2018.indd 69 23.8.2018 14:19