Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 71
É g e r h ö f ð i n g l e g a v e n j u l e g
TMM 2018 · 3 71
Hvers iðrast þú mest?
Mörg verkefni hef ég ekki unnið nógu vandlega.
***
Viltu segja mér frá núverandi heimaslóðum ykkar?
Við búum part úr ári í New York borg og part úr ári í húsinu okkar í Mic-
higan. Svo ferðumst við um og dveljum – einsog til dæmis hér í Reykjavík
– part úr ári. Við erum á flakki.
Samband þitt við Ísland?
Vinir og listræn verkefni með vinum.
Hefur ákveðið tímabil á ævi þinni haft meiri áhrif á þig sem persónu en
önnur tímabil?
Ég býst við því að tíminn sem við Currie höfum verið saman hafi haft
mestu áhrifin á mig af öllum tímabilum ævi minnar.
Currie: Tuttugusta og fyrsta öldin!
Já, tuttugusta og fyrsta öldin! Og tímabilið þegar ég lærði forngrísku var
líka áhrifamikill tími – ég byrjaði að læra grísku á brún sjöunda áratugarins.
Hvernig hófst áhuginn?
Fyrir slysni: ég var fimmtán ára og stödd í bókabúð. Af óskiljanlegum
ástæðum lá þar í hillu tvítyngd útgáfa ljóða Saffóar á forngrísku og ensku,
bókin hreif mig og ég keypti hana en gat ekki lesið. Ári síðar fluttum við í
annan bæ. Latínukennarinn í menntaskólanum frétti að mig langaði að læra
grísku. Hún kunni grísku og kenndi mér í hádegishléinu. Ég á henni allt að
þakka. Ég skulda henni allt.
Currie: Já, þar nefnir þú eitt enn sem gleður þig: Alice Cowan.
Já, tilhugsunin um Alice Cowan gleður mig. Hún var róleg, rauðhærð, með
freknur og hún lyktaði af sellerí.
Currie: Fólk gleður þig mjög mikið.
Já, kennarar.
Currie: Prófessor Livingstone …
Já, sérstaklega kennarar, kennarar gera mig mjög glaða.
Gætir þú lýst í fáum orðum – þremur línum – hvernig fyrstu sautján ár
þessarar aldar birtast þér?
Ég vitna í setningu sem ég las í dag: „Pity sleeps.“ [„Samúðin sefur.“]
TMM_3_2018.indd 71 23.8.2018 14:19