Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 71

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 71
É g e r h ö f ð i n g l e g a v e n j u l e g TMM 2018 · 3 71 Hvers iðrast þú mest? Mörg verkefni hef ég ekki unnið nógu vandlega. *** Viltu segja mér frá núverandi heimaslóðum ykkar? Við búum part úr ári í New York borg og part úr ári í húsinu okkar í Mic- higan. Svo ferðumst við um og dveljum – einsog til dæmis hér í Reykjavík – part úr ári. Við erum á flakki. Samband þitt við Ísland? Vinir og listræn verkefni með vinum. Hefur ákveðið tímabil á ævi þinni haft meiri áhrif á þig sem persónu en önnur tímabil? Ég býst við því að tíminn sem við Currie höfum verið saman hafi haft mestu áhrifin á mig af öllum tímabilum ævi minnar. Currie: Tuttugusta og fyrsta öldin! Já, tuttugusta og fyrsta öldin! Og tímabilið þegar ég lærði forngrísku var líka áhrifamikill tími – ég byrjaði að læra grísku á brún sjöunda áratugarins. Hvernig hófst áhuginn? Fyrir slysni: ég var fimmtán ára og stödd í bókabúð. Af óskiljanlegum ástæðum lá þar í hillu tvítyngd útgáfa ljóða Saffóar á forngrísku og ensku, bókin hreif mig og ég keypti hana en gat ekki lesið. Ári síðar fluttum við í annan bæ. Latínukennarinn í menntaskólanum frétti að mig langaði að læra grísku. Hún kunni grísku og kenndi mér í hádegishléinu. Ég á henni allt að þakka. Ég skulda henni allt. Currie: Já, þar nefnir þú eitt enn sem gleður þig: Alice Cowan. Já, tilhugsunin um Alice Cowan gleður mig. Hún var róleg, rauðhærð, með freknur og hún lyktaði af sellerí. Currie: Fólk gleður þig mjög mikið. Já, kennarar. Currie: Prófessor Livingstone … Já, sérstaklega kennarar, kennarar gera mig mjög glaða. Gætir þú lýst í fáum orðum – þremur línum – hvernig fyrstu sautján ár þessarar aldar birtast þér? Ég vitna í setningu sem ég las í dag: „Pity sleeps.“ [„Samúðin sefur.“] TMM_3_2018.indd 71 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.