Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 76

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 76
G u n n a r R a n d v e r s s o n 76 TMM 2018 · 3 morð. Er þetta ekki alveg þess virði að reyna það? Þú verður kannski nýr Arnaldur. – Ég verð allavega ekki ný Yrsa, sagði ég og hló. – Varla, sagði Jónas. – Ég sé að húsin í þessu þorpi eru í öllum regnbogans litum, sagði ég. – Já, sagði Jónas, hér ríkir mikil litagleði, þó að flest húsin séu nú reyndar hvít. – Mikið er þetta fallegt hús, sagði ég og benti á stórt eldrautt hús á tveimur hæðum. – Já, sagði Jónas, í þessu húsi bjó nú læknirinn, hann Baldvin, en hann kálaði sér, tók of stóran skammt af lyfjum. – Þú segir nokkuð, sagði ég. – Öll hús eiga sér sögu, sagði Jónas með spekingssvip, sjáðu til dæmis þetta hús þarna, sagði hann og benti á dökkblátt hús. Þarna bjó rithöf- undur sem ætlaði að sigra heiminn, hann skrifaði víst langa skáldsögu hér í þorpinu, en sagan segir að hann hafi brennt handritið. Stuttu síðar fannst hann dauður hérna í fjörunni. – Það er aldeilis, sagði ég. Ég var þarna í góðu yfirlæti í nokkra daga, ráfaði um þorpið á meðan Jónas var í vinnunni. Ég kíkti á bókasafnið en eyddi annars miklum tíma á kaffihúsinu, las blöðin og reyndi að skrifa, og þegar það gekk ekki þá góndi ég bara út í loftið. Naut þess í botn að vera í fríi. Ég lagði af stað suður á föstudegi eftir kvöldmat. Jónas hafði eldað dýrindis máltíð. Ég kvaddi vin minn og gerði mig kláran. Ég stóð við bílinn minn og Jónas var kominn út á stétt, stóð þarna fyrir framan húsið sitt og veifaði til mín. Ég veifaði á móti. Svo lokaði Jónas dyrunum og augnabliki síðar hringdi síminn hjá mér. Það var dóttir mín. – Hvenær kemurðu suður, pabbi? Ég er farin að sakna þín. – Hvað ertu að segja, ertu farin að sakna mín, sagði ég og hló. – Já, sagði dóttir mín. – Ég er að leggja af stað núna, sagði ég, verð svona fimm til sex tíma á leiðinni, stoppa pottþétt í Staðarskála og fæ mér pylsu og kók. – Getum við hist á morgun? – Að sjálfsögðu, ég er í fríi, sagði ég. – Keyrðu varlega, pabbi. – Ég geri það, svaraði ég og kvaddi mína ástkæru dóttur. Ég startaði bílnum og opnaði gluggann mín megin. Það var fínasta veður, kvöldsól og einmuna blíða. Ég setti í fyrsta gír og ók varlega af stað. Það var þá sem ég heyrði skothvellinn. TMM_3_2018.indd 76 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.