Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 91
Ve g i r á s t a r i n n a r
TMM 2018 · 3 91
hvað varið í og segja mér frá þeim. Hærværk eftir Tom Kristensen, einhver
áhrifamesta samtímasaga dansks rithöfundar frá millistríðsárunum var ein
þeirra, Den forsvundne fuldmægtig eftir Hans Scherfig önnur. En hvað eiga
þær sameiginlegt, ástarsagan um malarann, frásögnin um Ole Jastrau blaða-
mann að drekka sig í hel í Kaupmannahöfn eða háðsádeilan um Theodor
Amsted sem reynir að flýja reglubundið líf sitt í stríðsmálaráðuneytinu?
Kannski það eitt að þetta eru allt frábær dæmi um norræna sagnalist á
fyrri hluta tuttugusta aldar og einstakir áhrifavaldar ungra höfunda þess
tíma – líka til dæmis Halldórs Laxness, sem var fimm árum eldri en Astrid
Lindgren. Þetta hafði verið hennar skóli og enginn greinarmunur gerður
á barnabókum og öðrum bókum. Börn eru kröfuhörðustu lesendurnir, er
jafnan sagt, en góðir barnabókahöfundar eru jafn kröfuharðir við sjálfa sig og
önnur höfuðskáld; verk Astrid Lindgren eru jafn snjöll dæmi um góða sagna-
list og bækur þeirra karla sem hún greip úr skápnum hjá mér, viðfangsefni
hennar, ást, ævintýraþrá eða dauði, jafn klassísk. Auðvitað átti þetta ekki að
koma mér á óvart, en líklega hafði ég aldrei hugsað út í það í mínu langa námi
í bókmenntafræði þar sem barnabækur urðu aldrei á vegi mínum og menn
höfðu ekki lært það sem allir vita nú, að Astrid Lindgren stendur jafnfætis
lærimeistara sínum Hamsun í frásagnargáfu og efnistökum.
Hún kvaddi mig hlýlega þegar hún fór og vitnaði um leið í Viktoríu þegar
hún gaf mér ráð að skilnaði, líkt og Selma Lagerlöf honum Sidner: „Mundu
það, Halldór, að allir vegir ástarinnar eru fullir af blómum og blóði, blómum
og blóði“ (þýðing Jóns Sigurðssonar).
TMM_3_2018.indd 91 23.8.2018 14:19