Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Blaðsíða 92
Pa b l o N e r u d a
92 TMM 2018 · 3
Pablo Neruda
Walking Around
Einar Ólafsson þýddi
Það kemur fyrir að ég þreytist á að vera maður.
Það kemur fyrir að ég geng inn í búðir klæðskeranna eða
kvikmyndahúsin,
skrælnaður, ómóttækilegur, eins og svanur úr flóka
siglandi á vatni uppruna og ösku.
Ilmurinn úr hárgreiðslustofunum fær mig til að háskæla.
Ég vil bara hvíld frá grjóti eða ull,
ég vil bara ekki hafa verslanir né garða fyrir augum mínum,
né vörur, né gleraugu, né lyftur.
Það kemur fyrir að ég þreytist á fótum mínum og nöglum,
og hári mínu og skugga.
Það kemur fyrir að ég þreytist á að vera maður.
Engu að síður yrði unaðslegt
að hræða fógetaskrifara með afskorinni lilju
eða gefa nunnu banahögg á eyra.
Það yrði fagurt
að ganga um göturnar með grænan rýting
og æpandi loksins deyja úr kulda.
Ég vil ekki einlægt vera rót í myrkrinu,
tvílráður, teygður, skekinn af órum,
á niðurleið í rök iður jarðarinnar,
gljúpur og hugsandi, étandi dag hvern.
Ég vil ekki fá alla þessa óhamingju yfir mig.
Ég vil ekki vera áfram eins og rót eða gröf,
eins og einmana undirgöng, eins og vínbúð full af líkum,
stirður af kulda, deyjandi úr vesöld.
TMM_3_2018.indd 92 23.8.2018 14:19