Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 94

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 94
N a d e z h d a M a n d e l s h t a m 94 TMM 2018 · 3 Nadezhda Mandelshtam Síðasta bréfið Gunnar Þorri Pétursson þýddi Osíp Mandelshtam var handtekinn 1934 fyrir ljóð sem hann orti um Stalín og lést í gúlaginu fjórum árum síðar Nadezhda geymdi allt sem eiginmaður hennar skrifaði í kollinum og þegar Stalín var allur festi hún það á blað ásamt endurminningum sínum.1 Hinstu samverustundir Osíps og Nadezhdu höfðu verið í sveitum Voronjozh og bróðir skáldsins hét Aleksandr, kallaður Shúra. – Þýð. Þetta sendibréf komst aldrei á leiðarenda. Það var párað á tvö fánýt blöð. Milljónir kvenna skrifuðu slík bréf – handa eiginmönnum, sonum, bræðrum, feðrum eða einfaldlega vinum sínum, en lítið sem ekkert hefur varðveist. Hvað eina sem bjargaðist gerði það fyrir kraftaverk eða tilviljun. Bréf mitt varðveittist fyrir tilviljun. Ég skrifaði það í október árið 1938 en í janúar komst ég að raun um að Mandelshtam væri dáinn. Bréfið endaði í tösku ásamt öðrum pappírum og lá þar í hartnær þrjátíu ár. Það kom upp úr krafsinu í síðasta sinn sem ég fór í gegnum þessi blöð, himinlifandi yfir hverju varðveittu snifsi en að sama skapi sárt syrgjandi allan þann óbætanlega skaða sem orðið hafði. Bréfið las ég ekki strax, það liðu nokkur ár … 22. 10. 1938 Osja, ástin mín í órafjarska! Hjartað mitt, mér er orða vant í þessu bréfi sem ef til vill berst þér aldrei. Ég skrifa það í tómið. Kannski kemur þú til baka og mín nýtur ekki lengur við. Þá er þetta það síðasta sem þú átt til minningar um mig. Osjúsha, saman vorum við eins og börn – og það var okkar gæfa. Rifrildin og allt nöldrið, leikirnir sem við gátum fundið upp á og ástin á milli okkar. Ég horfi ekki einu sinni til himins lengur. Með hverjum á ég að deila skýjunum sem líða hjá? Manstu fátæklegu krásirnar sem við drógum í vesæla hirðingjatjaldið okkar? Manstu hvað brauðið var gott þegar það birtist eins og fyrir kraftaverk og við deildum því á milli okkar? Eða síðasta veturinn í Voronjozh. Okkar kátu fátækt og ljóðin. Ég minnist þess eitt sinn þegar við komum úr gufubaði og höfðum keypt egg eða pylsur í matinn. Heyvagn ók hjá. Það var enn kalt í veðri og ég að frjósa í frakkanum mínum (það átti fyrir okkur að liggja: TMM_3_2018.indd 94 23.8.2018 14:19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.