Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 106

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Qupperneq 106
106 TMM 2018 · 3 Silja Aðalsteinsdóttir Mósaíkmynd af baráttumanni: Jónas Kristjánsson, 1940–2018 Hann var ekki afskiptasamur yfirmaður og frekar gerði hann athugasemdir ef hann var óánægður en hitt. Þó óskaði hann mér til hamingju brosandi út að eyrum þegar ég var kærð fyrir siðanefnd Blaðamannafélagsins, þá fannst honum ég vera komin til manns. Og nú er hann fallinn frá, Jónas Kristjánsson, einhver öflugasti blaðamaður og ritstjóri á Íslandi á síðari tímum, hann lést 29. júní í sumar, 78 ára.  Jónas hóf feril sinn sem blaðamaður og fréttastjóri á Tímanum 1961, varð fréttastjóri Vísis 1964 og ritstjóri Vísis 1966–1975. Eftir harkalegar deilur við meiri hluta stjórnar blaðsins sumarið 1975, einkum vegna skrifa Jónasar um landbúnaðarmál, var hann rekinn af Vísi og stofnaði þá Dagblaðið ásamt Sveini R. Eyjólfssyni framkvæmdastjóra Vísis. Jónas var ritstjóri Dagblaðsins til 1981 þegar það sameinaðist Vísi og úr varð DV. Ritstjóri DV var hann til 2001, ritstjóri Fréttablaðsins 2002, leiðarahöf- undur DV 2003–2005 og ritstjóri DV 2005–2006. Eftir að hann hætti sem rit- stjóri varð hann vinsæll bloggari á net- inu þar sem yfir 17.000 greinar hans eru aðgengilegar á www.jonas.is. Jónas var afdráttarlaus í skrifum sínum og svo sérstæður penni að auðvelt er að þekkja leiðara hans frá leiðurum annarra ritstjórnarmanna og stjórn- málamanna meðan ekki var til siðs að merkja þá. Hann varð líka fyrstur dag- blaðsritstjóra til að merkja leiðarana sína; sjálfsagt hefur hann ekki haft áhuga á því að aðrir fengju skammir fyrir skrif sem hann bar einn ábyrgð á. Fyrsti leiðarinn sem ég fann með stöf- unum hans undir – JK – birtist í Vísi 8. júní 1973 og fjallaði um deiluna við Breta um 200 mílna landhelgi sem þá stóð sem hæst. Næsti leiðari Vísis um landhelgisdeiluna þar á undan, 6. júní 1973, hafði fjallað um þann alvarlega atburð þegar breskir togarar sigldu hvað eftir annað á vitaskipið Árvakur og bresk freigáta reyndi að koma vír í skrúfu hans. Höfundur hans, örugglega Jónas, fordæmir þessa hegðun heims- veldisins en gagnrýnir líka talsmann íslensku ríkisstjórnarinnar sem notaði fund Pompidous Frakklandsforseta og Nixons Bandaríkjaforseta á Íslandi til að koma áróðri áleiðis til erlendra blaða- manna. Leiðarahöfundur segir: Því miður hefur atlagan að Árvakri ekki orðið það lóð á okkar vogarskál sem skyldi. Stafar það af því, að blaðafulltrúi ríkisstjórnarinnar hélt fund á Kjarvals- stöðum með blaðamönnum, sem voru hér vegna forsetakomunnar, og gaf þeim ýkta og einhliða mynd af atburðinum. Þeir sáu í gegnum málflutninginn. Afleiðingin er sú, að brezka útgáfan virð- ist njóta meiri hljómgrunns í erlendum fjölmiðlum. Blaðafulltrúinn verður að hafa vaðið fyrir neðan sig, þegar hann talar við erlenda blaðamenn. Þeir trúa honum frekar, ef hann gætir hófs í málflutningi. Ýkjur og einsýni vekja hins vegar grunsemdir þeirra og hafa öfug áhrif. H u g v e k j u r TMM_3_2018.indd 106 23.8.2018 14:19
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.