Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 113

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Side 113
H u g v e k j u r TMM 2018 · 3 113 ari kostinn, og segir nokkuð ítarlega frá fundinum. Þar var mikið rætt um skáldsöguna Undirgefni eftir Houelle- becq sem kom út þennan sama örlaga- dag en ýmsir blaðamenn höfðu þegar lesið. Um síðir finnst Philippe Lançon að tími sé kominn til að halda á vit Libération, hann stendur upp en staldr- ar við til að sýna teiknaranum Cabu ljósmynd í bók, og er smástund að finna hana. Um leið spyr hagfræðingurinn Bernard Maris hvort hann vilji ekki fjalla um sögu Houellebecqs í næsta pistli sínum, hann færist undan, en teiknarinn Charb snýr út úr orðum hans á allvafasaman hátt. Fáeinir brosa. Á þessu sama Augnabliki heyrir blaðamaðurinn hvell eins og af púður- kellingu, og einhver óp í anddyrinu. „Hvað tekur það langan tíma að finna dauðann nálgast, þegar maður býst ekki við honum?“ spyr blaðamaðurinn eftir á, í bók sinni. Það er ekki aðeins ímynd- unaraflið sem er úr leik á þessari stund, heldur líka skynjanirnar sjálfar. Tvennt líður gegnum hugann í einu, ekki hugs- anir heldur skyndimyndir, horfnar um leið: kannske eru þetta einhverjir strák- ar að gera at, kannske eru þetta gestir sem ekki er gott að fá í heimsókn. Hann heyrir konu hrópa: „Hvað er …?“ aðra konu æpa „Ó“ og þriðju konuna reka upp enn annað óp. Þá rödd þekkir hann, tóninn líka, og túlkar ópið: „Hvaða fávitar eru þetta?“ Í ópinu eru ótti og reiði til jafns en einnig frelsi, en það er ekki orð heldur tilfinning. Blaðamaður- inn ímyndar sér enn að þetta sé einhver hrekkur en grunar líka annað, en hvað? Þetta er eins og skopteikning en það eru komnir í hana allt aðrir drættir í stað þeirra sem þar voru, og hver er að teikna? Hann sér ekkert, hvorki stofuna né mennina, nema lífvörð Charbs – því teiknarinn hafði fengið morðhótanir og hafði stöðugt mann í fylgd með sér – sem gengur að dyrunum og dregur upp skammbyssu. Þá skilur hann að þetta er ekki hrekkur, ekki neinir strákar, jafnvel ekki árás heldur eitthvað allt annað. Það er ekki hægt að gera sér grein fyrir því hvað þetta er, en það fyllir stofuna og hægir á öllu, í honum sjálfum og utan hans. Hann sér lífvörðinn draga upp skammbyssu og finnur bæði von og ótta, en þær tilfinningar eru eins og Síamstvíburar sem ekki er hægt að aðskilja, og honum finnst lífvörðurinn vera allt of seinn í hreyfingum, – í hug- anum segir hann „flýttu þér, flýttu þér“ – en það er tíminn sem er farinn að ganga hægt. Blaðamaðurinn sest niður og leggst fyrir í skoti milli skrifborðs og veggjar, hann heyrir hvelli en sér ekkert. Það var sennilega þá, segir hann í bókinni, sem hann varð fyrir þremur skotum eða fleiri, en hann finnur ekki neitt og er sér ekki meðvitaður um neitt, hann heldur að hann sé ómeiddur, eða öllu heldur, sjálf hugmyndin um „meiðsli“ kemst hvergi að. Hann heyrir einstaka skot- hvelli og á eftir hverjum þeirra ópið „Allah akbar“, og við að heyra þetta kall finnst honum enn að þetta hljóti að vera hrekkur, þetta er eins og í kvikmynd. Hann lítur undir borðið og sér „svarta fætur“ og byssuskefti. Hann lokar aug- unum eins og barn í kúrekaleik sem heldur að ef það sjái ekki sé það um leið ósýnilegt, hann er fimm eða sjö ára. Svo verður þögn. Blaðamaðurinn þorir ekki að hreyfa sig, en hann lítur til vinstri og sér blóðuga hönd. Það tekur hann smástund að skilja að hún tilheyri honum sjálfum. Lengra í burtu sér hann Bernard Maris, „Bernard er dáinn,“ hugsar hann, höfuðkúpan er opin, og hann á erfitt með að slíta sig frá þeirri sjón. Hann lokar augunum aftur. Svo lítur hann til hægri og sér upphandlegg sem er opinn svo sést í holdið. „Þetta er TMM_3_2018.indd 113 23.8.2018 14:19
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.