Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 121

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 121
H u g v e k j u r TMM 2018 · 3 121 orðum Nóbelskáldsins Bobs Dylan: „That he not busy being born is busy dying.“ Sá sem er ekki önnum kafinn við að fæðast, þroskast, er önnum kaf- inn við að deyja. Við vitum einnig að Ísland er á kross- götum: Annaðhvort hefst hér uppbygging lýðræðis eftir Hrunið eða niðurrif lýð- ræðis og réttarríkis heldur áfram. Við þurfum hugrekki til að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir – ekki síst að árið 2008 varð Hrun – ekki „svokallað Hrun“ heldur fyrst og síðast siðferðilegt Hrun þegar íslenska lýðveldið hrundi undan þunga heimatilbúinnar spilling- ar, vanhæfni, frændhygli og hroka. Annað eðalskáld, Hannes Pétursson, segir í ljóðabók sinni Fyrir kvölddyrum (bls. 9): Og við stóðumst ekki án drauma neinn dag til kvölds. Við þurfum öll markmið til að lifa eftir. Við Íslendingar verðum að vanda okkur, gera eins vel og við getum sem einstakl- ingar og í sameiningu. Við þurfum nýjan samfélagssáttmála og nýja stjórn- arskrá. Samfélagsáttmálinn lýsir draum- um okkar um framtíð íslenska lýðveldis- ins. Nýja stjórnarskráin setur grunnlög um réttindi okkar og skyldur í samfélagi hvert við annað. Við þurfum æðruleysi og hugrekki. Æðruleysi til að sætta okkur við það sem við fáum ekki breytt. Hugrekki til að breyta því sem við getum breytt. Við þurfum einnig vit til að greina þarna á milli. Góð stjórnmálafræði getur aukið vit einstaklinga og samfélags. Íslensk stjórnmálafræði getur aukið almenna þekkingu, einkum þekkingu á íslensk- um stjórnmálum. Þá væri til einhvers unnið. Mín grundvallarafstaða í lífinu var mótuð vestur við Djúp. Ég lærði t.d. aðdáun og virðingu fyrir forystufólki sem barðist fyrir réttindum og frelsi undirokaðrar alþýðu, karla og kvenna. Þar á meðal voru Skúli Thoroddsen og eiginkona hans Theodóra Thoroddsen. Sögur voru sagðar af ofsóknum valds- manna gegn þeim. Einn þeirra – Lárus að nafni – var á Ísafirði þeirra erinda að rannsaka emb- ættisfærslu Skúla sem sýslumanns. Efnt var til mótmæla gegn Lárusi og höfð uppi mótmælaskilti. Á einu þeirra stóð: „Rassskellum Lárus.“ Lárus kærði Theo- dóru. Ástæðan: Hún væri eina mann- eskjan á Ísafirði sem vissi að „rassskella” er með þremur essum! Íslenskt yfirvald vék reyndar Skúla úr sýslumannsembættinu en Hæstiréttur Danmerkur snéri þeirri ákvörðun við. Á Íslandi er gömul saga og ný að ranglætið kemur frá innlendum valdhöfum en réttlætið oft erlendis frá. Fyrir vestan óttuðumst við hafið sem tók líf sjómanna en var okkar lífsbjörg. Við óttuðumst einnig vetrarfárviðri og snjóflóðin sem komu úr fjöllunum okkar og færðu hamfarir og dauða. Sömu bláu fjöllunum sem endurspegl- uðust á sólbjörtum kvöldum í lognslétt- um firðinum okkar. Eitt óttuðumst við hins vegar aldrei. Við óttuðumst ekki valdsmenn af neinu tagi. Ég hef reyndar aldrei hitt Vestfirðing sem er hræddur við veraldlegt vald. Óttaleysi við valdhafa er gott vega- nesti fyrir okkur öll – ekki síst stjórn- málafræðinga. Greinin er að stofni til erindi sem höf- undur flutti á ráðstefnunni „Lýðræði og lýðræðisþróun: Svanur Kristjánsson sjö- tugur“ í Háskóla Íslands í janúar s.l. TMM_3_2018.indd 121 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.