Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 122

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 122
122 TMM 2018 · 3 Jón Yngvi Jóhannsson Að trúa á það góða og það vonda Ólafur Jóhann Ólafsson: Sakramentið. Veröld 2017. 346 bls. Undirrituðum varð það á í eftirköstum síðasta jólabókaflóðs að blanda sér í umræður á Facebook um skáldsagna- uppskeru síðasta árs. Þótt umræðan hafi verið í hóflegri alvöru eins og gjarnan gerist á þeim vettvangi þá sýnist mér nú, þegar rykið hefur sest, að ég geti alveg staðið við þá niðurstöðu sem ég komst að þá: Þetta var áhugaverð vertíð fannst mér, þótt athyglin hefði gjarnan mátt dreifast meira. Ef ég ætti að velja henni yfirskrift myndi ég sennilega tala um kvenleg jól. Ekki einungis voru margar af áhugaverð- ustu skáldsögunum (og ljóðabókunum) eftir konur heldur komu óvenju margar skáldsögur út á síðasta ári þar sem karlar skrifa frá sjónarhorni kvenna: Ármann Jakobsson, Kári Tulinius, Ólafur Jóhann Ólafsson, Jónas Reynir Gunnarsson, Jón Kalman Stefánsson og Bjarni Harðarson gera þetta allir í sínum skáldsögum. Það er ekki ætlunin hér að draga neinar víðtækari ályktanir af þessari athugun minni, þótt eflaust mætti velta því fyrir sér hvort þessi þráður í skáldsagnaút- gáfu síðasta árs sé til vitnis um áhrif þeirra umbyltinga í kynjaumræðu sem hafa einkennt undanfarin ár, að karl- menn í hópi íslenskra skáldsagnahöf- unda endurspegli stöðu kynbræðra sinna og séu í auknum mæli að reyna að fá nýtt sjónarhorn á heiminn með því að horfa á hann í gegnum augu skáldaðra kvenna af margvíslegu tagi. Sakrament- ið eftir Ólaf Jóhann Ólafsson er ein þessara skáldsagna og öðrum þræði er hún rannsókn á kúgun kvenna, valdi og þöggun eins og komið verður að hér í lokin. Nú er það auðvitað ekkert nýtt í íslenskri skáldsagnagerð að karlar skrifi skáldsögur þar sem sjónarhornið er að mestu leyti hjá kvenkyns aðalpersónu, Salka Valka er líklega þekktasta dæmið en það má fara enn aftar í sögunni og rifja upp Sögur Rannveigar eftir Einar Kvaran sem kom fyrst út á árunum 1919–22. Þegar litið er yfir feril þess höf- undar sem hér er til umfjöllunar, Ólafs Jóhanns, kemur líka í ljós að hann hefur áður skrifað skáldsögu sem sögð er frá sjónarhorni konu, Slóð fiðrildanna sem kom út árið 1999. Þegar þessar tvær sögur Ólafs Jóhanns, sem koma út með tæplega tuttugu ára millibili, eru bornar saman kemur raunar í ljós að þær eiga fleira sameiginlegt. Aðalpersóna og sögumaður Sakra- mentisins er frönsk nunna á efri árum, systir Jóhanna María. Sagan gerist á þremur tímaplönum. Hún lýsir æsku sinni og námsárum í París, ferð til Íslands sem er farin um 1980 – við sjáum það meðal annars af því að systir Jóhanna kemst í tæri við nýútgefna plötu Utangarðsmanna – og loks ann- arri Íslandsferð sem virðist vera nálægt samtíma okkar. Áður en systir Jóhanna María gekk í klaustur hét hún Pauline. Í köflunum um æsku sína rifjar hún upp hvernig hún áttar sig smám saman á því að hún U m s a g n i r u m b æ k u r TMM_3_2018.indd 122 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.