Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 129

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 129
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 3 129 athyglisverðan kafla í ferli borgarstjór- ans: „Geir hafði sem ungur maður haft forystu um útgáfu bókar á íslenzku eftir austurríska hagfræðinginn og heim- spekinginn Friedrich Hayek, Leiðin til ánauðar. En hann hafði eins og aðrir lært margt á sinni pólitísku vegferð eins og fram kom í verkum hans sem borgar- stjóra“ (bls. 22–23). Þarna er reyndar gefið í skyn að með velferðarstefnu sinni hafi Geir vikið frá kenningum Hayeks, sem hann hafi í byrjun verið hlynntur. Hin raunverulega saga sem Styrmir vill segja hefst svo með því að ný kyn- slóð kveður sér hljóðs í flokknum, kyn- slóð frjálshyggjumanna, og hún hefur enga tæpitungu um að framundan séu „breyttir tímar“. Þennan atburð staðset- ur hann vendilega í tíma og rúmi, það gerðist á fundi Heimdallar í Valhöll 26. júlí 1978, en ári síðar áréttuðu ungu mennirnir kenningar sínar í greinasafn- inu Uppreisn frjálshyggjunnar. Jafn- framt smeygði vígorð þeirra sér inn í stefnuskrá flokksins 17. febrúar 1979, þar sem talað var um „endurreisn í anda frjálshyggju.“ Þeir voru þá samstiga bylgjunni sem var að rísa erlendis, því Járnlafðin kom til valda í Englandi í maí 1979 og Reagan var kjörinn forseti Bandaríkjanna í nóvember árið eftir. En hvaða nýjungar voru þarna á ferli í Sjálfstæðisflokknum, hvað fólst í þess- um kynslóðaskiptum? Svo er að sjá að Styrmir eigi í nokkrum vandræðum með að skilgreina þær, og vilji reyndar gera sem minnst úr þeim. Hann segir fyrst (bls. 24): En er einhver munur á þeirri stjórnmála- stefnu sem kennd er við frjálshyggju eða nýfrjálshyggju, og grundvallarstefnu Sjálfstæðisflokks fyrri tíma? Það er kannske stigsmunur en ekki eðlismunur og erfitt að sjá hvaða tilgangi þessi nýja orðanotkun átti að þjóna, nema hún hafi verið hugsuð sem eins konar nýtt vöru- merki. Hún hefur ekki orðið Sjálfstæðis- flokknum til framdráttar heldur orðið eins konar auðkenni fyrir tilhneigingu til hægri sem er líkleg til að þrengja kjós- endagrunn flokksins. Síðar í bókinni, þegar Styrmir er að fjalla um málefni þar sem honum finnst að frjálshyggjumenn hafi vikið frá eigin kenningum, áréttar hann þessa skoðun sína enn skýrar (bls. 65): „spyrja mátti (…) hvort hugsjónabaráttan, sem hófst eftir ófarir Sjálfstæðisflokksins í tvenn- um kosningum vorið og sumarið 1978 hafi í raun ekki verið hugsjónabarátta heldur valdabarátta nýrrar kynslóðar, þ.e. eins konar ’68 kynslóðar Sjálfstæðis- flokksins sem notfærði sér vörumerki frjálshyggjunnar sem þá var í tízku.“ Hér er allhvasst til orða tekið, og má af því ráða að í augum Styrmis hafi þessir sjálfskipuðu „frjálshyggjumenn“ ekki verið annað en ungtyrkir flokksins á þeim tíma og gripið á lofti það sem þeim gat helst dugað til framdráttar. Hann bendir líka á að í greinargerð „aldamótanefndar“ Sjálfstæðisflokksins tíu árum síðar, í október 1989, sé ekki að finna nein merki um sérstakar áherslur uppreisnarmanna frjálshyggjunnar, þar sé fjallað ítarlega um velferðarmál og engin áberandi frávik frá hefðbundinni stefnu flokksins í þeim málum. Sam- kvæmt þessu höfðu kenningar þeirra því lítil áhrif, brambolt þeirra var „bylt- ingin sem aldrei varð“. En þegar hann rekur atburðarásina sem leiddi til hrunsins verður hann þó að gera ráð fyrir stefnubreytingu, ann- ars væri sagan óskiljanleg, og hann gagnrýnir flokksstjórnina fyrir að hafa vikið sér undan að rýna í afleiðingar hennar (bls. 30): „Sjálfstæðisflokkurinn og forystumenn hans hafa ekki séð ástæðu til að fjalla að nokkru marki um þá áhugaverðu spurningu hvort til TMM_3_2018.indd 129 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.