Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 132

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 132
U m s a g n i r u m b æ k u r 132 TMM 2018 · 3 Styrmir vitnar síðan í sín eigin orð frá 2009: „(…) nú var augljóslega ekkert eftir af hugmyndum lýðræðislega kjör- innar ríkisstjórnar um dreifða eignarað- ild að bankakerfinu.“ Og dregur loks ályktun af þessu (bls. 73): Þegar hér var komið sögu stóðu uppreisn- armenn frjálshyggjunnar frá sumrinu ’78 frammi fyrir hörðum og ísköldum veru- leika. Hvað var orðið um hugsjónir þeirra og raunar okkar eldri sjálfstæðismanna, sem vildum gjarnan halda í hið gamla heiti að vera sjálfstæðismenn en ekki taka upp hið nýja heiti frjálshyggjumenn (enda voru sumir okkar kallaðir „miðju- moðsmenn“ til aðgreiningar) um einka- framtak og frjálsa samkeppni? Þarna var að verða til „klíkukapítalisminn“ (…) Hvað var orðið um hugsjónir frjáls- hyggjumanna? Spurningin hvílir á þeirri forsendu að hugsjónir þeirra og eldri kynslóðar sjálfstæðismanna hafi verið nokkurn veginn þær sömu, kannski með einhverjum stigsmun, en þegar hér er komið sögu fer að verða bagalegt að þetta skuli ekki hafa verið skýrt ítarlegar. Nú liggur leiðin beint til þess sem Styrmir kallar „klíkukapítal- isma“, sem er þýðing á „crony capital- ism“, en orðið er hér að vísu ranglega notað eins og síðar verður bent á. Það koma semsé fram risastórar fjármála- og viðskiptablakkir sem fara sínu fram í einu og öllu án þess að nokkur geti stemmt stigu við því, enda er það varla reynt. Þegar Landsbankinn og Búnaðar- bankinn eru einkavæddir eru allar hug- myndir um „dreifða eignaraðild“ úr sögunni, en það vill Styrmir að vísu ekki skrifa á reikning frjálshyggjunnar, hér voru engin markaðsöfl að læðupok- ast, þetta var pólitísk ákvörðun, segir hann, ákvörðun sem sjálfstæðismenn og framsóknarmenn tóku í sameiningu, en hann fer ekki nánar út í þá sálma, né þann blekkingavef sem um það mál var ofinn. Síðasta tilraunin til að koma ein- hverjum böndum á yfirgang þessara risablakka, segir Styrmir, voru fjöl- miðlalögin, en þau náðu ekki fram að ganga af ástæðum sem sjálfstæðismenn voru saklausir af. Um þessa skoðun er Styrmir ekki einn, sennilega var hún úbreidd meðal sjálfstæðismanna, eftir hrunið. Í bók sinni, sem fjallað verður um hér á eftir, segir Björn Jón Bragason þetta: „Drífa Hjartardóttir, sem á þeim tíma var formaður þingflokks sjálfstæð- ismanna telur að fjölmiðlamálið marki þáttaskil. Frá og með því máli gáfust stjórnmálamenn upp við að hafa hemil á viðskiptalífinu“ (bls. 135). Samkvæmt kenningu frjálshyggju- manna var það heldur ekki hlutverk þeirra að gera það, þeir áttu að halda að sér höndum og leyfa ósýnilegu hendinni að leika sínar sjónhverfingalistir. En hvað um það, eftir þetta lék fjandinn lausum hala, og sá hali var langur. Styrmir rekur nú það ástand sem varð. Alls konar misferli viðgekkst: Vísbendingar, sem erfitt reyndist að sanna – þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Morgunblaðsins til þess – voru um að ekki væri allt sem sýndist á hlutabréfa- markaðinum. Þær voru á þann veg, að svo virtist sem einstakir hlutabréfasjóðir héldu uppi kaupum og sölum á hluta- bréfum í því skyni að halda uppi og ráða verði hlutabréfa. Þar var kominn vísir að þeirri markaðsmisnotkun, sem Rann- sóknarnefnd Alþingis taldi bankana hafa stundað og sumir forráðamenn þeirra hafa hlotið dóm fyrir“ (bls. 88). Því nú var orðið til „auðugt fólk á Íslandi af stærðargráðu sem alla vega hafði ekki þekkst á Íslandi á þeim tíma og sennilega ekki öldum saman“ (bls. TMM_3_2018.indd 132 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.