Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 137

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Page 137
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 3 137 reyndar afskaplega mikið í takt við það sem var að gerast annars staðar í heim- inum: (…) upplýst var að hver framkvæmdar- stjórnarmaður [FBA] hefði að meðaltali 17 miljónir króna í heildarlaun og árang- urstengdar greiðslur á árinu 1999, en þetta þóttu afar há laun undir lok tíunda áratugs síðustu aldar. Víglundur sagði svo háar greiðslur óhóf og vonaði að þetta yrði ekki tekið til fyrirmyndar. Þorsteinn Ólafsson, fráfarandi formaður stjórnar, var á öðru máli. Hann taldi þessar tölur tímanna tákn. Yfirmenn bankanna væru raunverulega á alþjóðlegum markaði. Aðalfundurinn samþykkti hæstu arð- greiðslur sem um hafði getið hjá íslensku fyrirtæki eða 1.200 miljónir króna alls. (…) Í þessu sambandi er rétt að huga að því að laun stjórnenda í fyrirtækjum áttu eftir að hækka stórkostlega á næstu árum (bls. 44). Við þetta fór svo, segir Björn, að ýmsir urðu helteknir af eigin yfirburðum í viðskiptalífinu og töpuðu áttum á sama tíma og ofgnótt var af lánsfé á góðum kjörum (bls. 181). Davíð hrósar sér af því að hafa átt þátt í þessari hugarfarsbreytingu, heldur fávíslega ef á heildina er litið. Björn hefur þetta að segja (bls. 144): „Sjálfur kveðst Davíð vera stoltastur af því að hér á landi hafi orðið „eiginleg hugar- farsbreyting þannig að Ísland varð nútímaríki, ef svo má að orði komast. Ég er ekki að þakka mér það persónulega en ég átti þátt í að stuðla að því.““ Öllu þessu lauk svo um síðir með skelfilegu bomsarabomsi, sem ófáir urðu að súpa seyðið af. En eftir skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis varð fátt um uppgjör, eftir að hún var birt virtist málið detta niður í einhvern vetrar- dvala. Eini stjórnmálaflokkurinn sem sýndi einhvern lit á því var einmitt Sjálfstæðisflokkurinn, en af því sem gerðist á landsfundinum fræga í lok marsmánaðar 2009, þegar rætt var um svonefnda endurreisnarskýrslu, segja Styrmir og Björn hvor sína sögu, og er mér til efs að jafnvel reglur Bernheims um heimildarýni dugi til að finna wie das eigentlich gewesen. Svo segir Styrmir: Því var haldið fram á þeim tíma að Davíð Oddsson fyrrverandi formaður flokksins hafi með óvæntri ræðu á landsfundinum „drepið“ viðleitni til uppgjörs flokksins við eigin verk. Það hafa mér alltaf þótt undarlegar kenningar (…). Vel má vera að einhverjum hafi þótt Davíð senuþjófur á þessum fundi. Ræða hans kallaði fram hvað eftir annað hlátrasköll, lófaklapp, fundarmenn risu úr sætum o.s.frv. og augljóst að hylli hans meðal þeirra trúnaðarmanna Sjálf- stæðisflokksins sem þarna voru saman komnir, var engu minna en áður. En í stað þess að halda áfram eftir landsfundinn því uppgjöri sem þarna hófst, virðist því hafa verið hætt sem voru alvarleg mistök (bls. 101). Svo mælir Björn: „Davíð sté í pontu á fundinum og sagði „hina svokölluðu endurreisnarskýrslu“ vera „mikla hráka- smíð“, illa samda og fulla af rang- færslum: „Ég sé mikið eftir þeim fallega trjágróðri sem felldur hefur verið til að prenta þetta plagg í stóru upplagi,“ sagði Davíð og sveigði sérstaklega að Vil- hjálmi Egilssyni, formanni endurreisn- arnefndar flokksins. (…). Vilhjálmi og fleirum var svo misboðið að þeir gengu út úr salnum. Hann sagði að góður andi hefði myndast fyrir umbótum en Davíð hafi „unnið það óhappaverk að rífa verk endurreisnarnefndarinnar niður“. Svo fór að Geir H. Haarde, formaður flokks- ins, varð að milda flokksmenn daginn eftir og lýsa því yfir að Davíð hefði vegið ómaklega að Vilhjálmi“ (bls. 216). TMM_3_2018.indd 137 23.8.2018 14:19
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.