Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 141

Tímarit Máls og menningar - 01.09.2018, Síða 141
U m s a g n i r u m b æ k u r TMM 2018 · 3 141 Evudóttir: Ókei. Reyni að koma þessu almennilega frá mér ROrri: OK np Hallgerður pikkaði inn allt sem hún hafði komist að undanfarna daga. Byrj- aði á samtalinu við stelpurnar á Köku- sneiðinni og svo því sem hafði gerst með Pétri Kristni. Svo bætti hún við ályktun- um sínum um að „Sögufélagið“ hlyti í raun að vera stórvarasamur söfnuður, jafnvel sértrúarsöfnuður, kannski djöfladýrkendur, allavega væri fátt annað sem kæmi upp í hugann í tengsl- um við að „fórna“ fólki og kveikja í krökkum. Þegar hún var búin að pikka inn alla romsuna og ýta á send las hún færsluna samhliða Ragnari, að hún hélt. Svo beið hún. Ragnar svaraði engu en var greinilega búinn að sjá skilaboðin. Fari það í rönd- óttan rækall hugsaði hún pirruð meðan hún starði einbeitt á skjáinn og reyndi að töfra eitthvað út úr honum. Bara eitt- hvað. Plís! (Útverðirnir, 157–159) Ragnar Orri er lengi vel ekki sannfærð- ur, enda er einn af leyndardómum Rökkurhæða sá að óvættirnar búa yfir þeim hæfileika að valda óminni hjá þeim sem verða vitni að einhverju yfir- náttúrulegu. En þegar Hallgerður fer aftur yfir málin í skíðaskálanum neyðist hann til að viðurkenna að eitthvað dul- arfullt er í gangi: Myndir, minningar og spurningar hring- snerust í höfðinu á Ragnari Orra. Hafði þetta virkilega allt gerst hjá vinum hans og bekkjarfélögum og enginn tengt það fyrr en núna? Hallgerður hafði svo sem áður viðrað við hann þessar pælingar með Nonna en það var í netspjalli; þegar hún sagði þetta svona upphátt hljómaði það eitthvað svo – svo alvöru! Var Hall- gerður kannski ímyndunarveik? Kannski geðveik eins og mamma hennar? Hann bældi þessa hugsun næstum áður en hún náði að formast. (Gjörningaveður 39) Auðvitað kemur í ljós að það eru fleiri sem búa yfir vitneskju um söguna, en þar koma Útverðirnir inn, hópur fólks sem hefur tekið að sér það hlutverk að vernda hverfið og reyna að berjast gegn óvættunum. Til tíðinda dregur í Gjörn- ingaveðri þegar níundu og tíundu bekk- ingar fara í skíðaferð upp í fjall og þar skellur á sannkallað gjörningaveður. Þar eru úrslitin svo ráðin þegar unglinga- hópurinn sem hefur verið kynntur til sögunnar í fyrri bókum tekur höndum saman gegn óvættunum. Íslenskar hrollvekjur hafa ekki verið fyrirferðarmiklar í íslenskum bók- menntum, en á undanförnum árum hafa nokkrar skotist út úr myrkrinu. Þar ber helst að nefna glæpasögur Yrsu Sig- urðardóttur sem er oft á mörkum hroll- vekjunnar í glæpasögum sínum og margar bækur Stefáns Mána eru sömu- leiðis á mörkum spennusögu og hroll- vekju, iðulega nær þeirri síðarnefndu. Ekki má heldur gleyma Börnunum í Húmdölum eftir Jökul Valsson, sem kom út árið 2004. Þó að sú bók hafi verið ætluð eldri lesendum þá er margt sem minnir skemmtilega á Rökkurhæð- ir, en Húmdalir Jökuls eru sömuleiðis einskonar sérheimur, uppspunninn, en samt skyldur okkar veruleika, og börn eru einnig í aðalhlutverkum. Það er reyndar þekkt bragð hrollvekj- unnar að nota börn og unglinga sem aðalsöguhetjur, enda má segja að þau standi að ýmsu leyti á margvíslegum mörkum sjálf, til dæmis mörkum þess að stíga inn í heim fullorðinna með til- heyrandi bælingu hins ævintýralega og óútskýranlega. Sömuleiðis höfða hroll- vekjur sérlega vel til barna og unglinga, TMM_3_2018.indd 141 23.8.2018 14:19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.