Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 12
H e l g a K r e s s 12 TMM 2018 · 4 Sviðsetningin í sögum Jakobínu er gjarnan inni, í andstöðumerkingu við „lífið þar úti“, í húsi, eldhúsi, svefnherbergi, eða þar sem enn meir þrengir að, í rúmi, sem oft er sjúkrarúm, eða koja. Þá standa konur mikið við glugga og eru að horfa út, ef þær eru þá ekki að sýsla í eldhúsinu, sitja saman við borð og/eða hella upp á kaffi. En í sögum Jakobínu er mikið verið að drekka kaffi, biðja um kaffi, bjóða kaffi og/eða hella upp á, og má jafnvel líta á allt þetta kaffi sem eins konar sameiningartákn persóna, það sem þær geta þó sameinast um. Á meðan eru karlarnir úti að bisa við búskapinn, bölvandi yfir biluðum vélum. Þá dregur hver sagan á fætur annarri upp mótmynd sveita- sælunnar, „blíðunnar í Borgarfirði“, sem Jakobína kallar svo. Gengur þetta einna lengst í sögunni „Systur“ þar sem umhverfið allt, innan húss og utan, er í fullkominni niðurníðslu. Er því lýst með augum systurinnar úr borginni sem komin er til systur sinnar til að njóta sveitasælu á bóndabæ í góðu veðri: Þetta er ljótt og hrörlegt hús, hefir líklega ekki verið málað síðan það var byggt. […] – Það á trúlega að heita garður, þessi blettur sunnan við húsið með nokkrum birki- og reyniviðarhríslum, sem sýnilega vaxa sjálfala. Á grasblettunum á milli þeirra glyttir í alls konar drasl, leikföng, hjólbörur, til hvers sem þær eru á flækingi þar, og upp við eina reyniviðarhrísluna stendur ónýtt reiðhjól, eða leifar af reiðhjóli.26 Ekki tekur betra við þegar hún kemur inn, því að þar er allt fullt af illa lyktandi fatnaði og drasli út um allt, á eldhúsborðinu ægir öllu saman, brauði, smjöri, áleggi, súrmjólk, mjólk, kaffi í hitakönnu, óhreinum matarílátum og „öllu mögulegu“.27 Í stofunni blasir við henni óumbúinn svefnsófi og hrúga af óhreinum vinnufötum. Til að tengja þetta sveitarómantík hefðarinnar lætur Jakobína þessa borgaralegu systur hugsa til mannsins síns sem í veislum talar „við bókmenntafólk“ um gömul hjón sem hann var í sveit hjá, karlinn spekingur, og túnið þeirra alþakið sóleyjum og fíflum, og síðan „um sams- konar fólk í bókum, um náttúruna ósnortna af vélmenningaræðinu, um spekimál þessa einfalda alþýðufólks, sem einu sinni átti heima í öðru hvoru koti á landinu, og aftur um bækur, þar sem þetta merkilega fólk þræðir veginn frá vöggu til grafar.“28 Ég segi það eins og var Um svipaða afbyggingu sveitasælu fjallar „Elías Elíasson“, fyrsta sagan í Sjö vindum gráum frá 1970. Þetta er í raun nóvella, rúmar 60 blaðsíður. Fyrir- sögnin sem blasir við er karlmannsnafnið Elías Elíasson, en það er í senn nafnið á bóndanum á bænum, föður hans, afa og sonar. Um leið fjallar sagan um uppreisn konu gegn ofbeldi og harðstjórn. Hefst hún í eldhúsi þar sem fjórar konur sitja umhverfis kaffiborð í eld- húskrók, eru að tala saman og, ekki óvænt, að drekka kaffi. Þessar konur eru Guðný, fyrrverandi húsmóðir á bænum, ekkja eftir húsbóndann Elías Elías- son, og er hún með höndina í fatla eftir handleggsbrot í stiga; dóttir hennar, TMM_4_2018.indd 12 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.