Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Síða 16
H e l g a K r e s s 16 TMM 2018 · 4 Mesta löngun mín var að skrifa leikrit. Ekki gert það. Það þarf meiri tíma til að skrifa skáldsögu en smásögu. Þá hefði ég skrifað meira af skáldsögum. Maður kemur meiru að í skáldsögu, formið er annað. Að skrifa er eins og að ganga á fjall. Maður er kominn á ákveðinn stall í leiðinni og hefur útsýni þaðan. Þegar maður er kominn þangað, langar mann að sjá af öðrum stalli. Á aðallega við form. Þegar ég til dæmis skrifaði Snöruna var ég búin að leita og leita fyrir mér. Byrjaði á leikriti og það gekk ekki. Allt í einu opnaðist það, mér fannst ég vera að finna leið. Skrifaði uppkast á þremur mánuðum. Það er langur tími. Ég hugsaði mikið um eitt. Náttúrulýsingar karlmanna í skáldsögum, líka mann- lýsingar. Mér finnst við eiga geysimikið af þessu, útliti á fólki, ég vildi vita hvort ekki væri hægt að láta manneskju koma fram sem talandi. Glímdi við að láta fólkið koma fram í samtölum, þar sem fleiri eru en tveir. Jafnvel í hugsunum. Innra líf? Getur þetta ekki verið í og með vegna þess að konur hafa skrifað bréf, einkabréf. Eina leið þeirra til þess að tjá sig í rituðu máli var að skiptast á bréfum við einhvern. Þar tjá þær mikið innra líf. – Karlmenn gera þetta líka en þeir hafa aðra tradisjón. Það gerist meira. Undanfarið hef ég ekki skrifað nokkurn skapaðan hlut. Kemur fyrir karlmenn líka. Gildir jafnt fyrir kynin á sérstökum aldri. Eftir Lifandi vatnið, það var svo mikil áreynsla, að mér fannst ég vera galtóm. Samt eitthvað eftir. Lifandi vatnið, erfið bók. Ég veit það. Ég tvískrifaði hana, búin með handritið og byrjaði á henni aftur. Var ekki ánægð. Kannski það síðasta sem ég skrifaði, þá vildi ég reyna að gera þetta þannig, að ekki væri hægt að segja að þetta væri fyrirhafnar- laus bók. Oft fengið gagnrýni fyrir að hafa karlmann fyrir aðalpersónu. Það sem fólk leitar að, held ég, er eitthvað sem er frábrugðið öðru fólki, eitthvað sem samlagast ekki kerfinu. Með þeirri persónu hefur það skilning. Lilja í Lifandi vatninu getur ekki hlaupið að heiman, hún er föst í netinu. Karlmaðurinn gerir konuna að tákni þess sem hann hefur tapað. Hann vill sýna hvað hann er mikill maður, og það leiðir til haturs á konunni því að hún tekur ekki við því. Þegar eitthvað reynir á, þá standa konurnar sig betur en karlmenn. Ritdómarar krefjast lausna. Karlmenn hafa skrifað hverja bókina á fætur annarri þar sem þeir finna lausn í sveitarómantíkinni, að hverfa á vit blíðunnar í Borgarfirðinum. Það er ekki hægt, við verðum að finna einhverja lausn, en ég hef hana ekki. Ég hef ekki skrifað þessar bækur með það í huga að þær hefðu svo mikið listgildi, en að þær höfðuðu til þess samtíma sem ég lifi í, menn færu að hugsa um hlutina og gerðu sér grein fyrir hvers vegna þetta er svona. Sjálf hef ég orðið að fálma mig áfram. Þarf að berjast fyrir að skilja hlutina. Ég trúi á mátt skáldskaparins. Á orðið. Mér var innrætt trú á orðin, á tunguna. – Menn eru hræddir við fólk sem hefur mátt orðsins. Kannski leifar frá því að konur sátu á seiðhjöllum og gólu galdur. TMM_4_2018.indd 16 6.11.2018 10:22
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.