Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 60

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Side 60
H a l l a Þ ó r l a u g Ó s k a r s d ó t t i r 60 TMM 2018 · 4 Síðan eru norm og valdastöður innan hvers hóps. En efst í valdapíramída okkar vestræna heims trónir karlmaðurinn, hvítur og gagnkynhneigður, ekki satt? Við fáum völd af ýmsu – félagslegt samhengi, persónuleg saga og sjálfs- mynd (kyn, kynþáttur, kynhneigð o.s.frv.) skipta þar yfirleitt gríðarmiklu máli. Ef allt annað er jafnt trónir hvíti, gagnkynhneigði karlmaðurinn efstur. En allt annað er bara sjaldnast jafnt. Karlmaðurinn getur til dæmis verið ærulaus af einni eða annarri ástæðu. Og í þessari hírarkíu valdaþátta er allt þetta samt undirskipað fjárhag viðkomandi. Það er enginn einn þáttur sem ræður nærri jafn miklu um völd okkar og það hversu mikla peninga við eigum eða höfum aðgang að. Og ekkert sem kemst nærri því. Þú kaupir þig ekki alla leiðina út úr því að tilheyra ofsóttum jaðarhópi – hvort sem þú ert gyðingur eða transkona – en þú ferð samt andskoti langt ef þú átt nóg af peningum og getur endað í allt öðru sólkerfi en einhver hvítur gagnkyn- hneigður verkakarl. Auk þess er ótrúlega stór hluti af ídentítetsmismunun samfélagsins einfaldlega byggður inn í kapítalið – launamunur stéttanna er ekki fáein heldur fleiri hundruð prósent og þar eru kvenna- og útlendinga- störfin á botninum. Eitt af vandamálum ídentítetspólitíkurinnar er líka að þegar hún notar orðin hvítur og gagnkynhneigður og karlmaður og sís sem hnjóðsyrði þá rýfur hún þá samstöðu sem hinum undirskipuðu samfélagsins er nauðsynleg, ætli þau að fella samfélag ójafnaðarins. Við erum ótrúlega mörg sem höfum því sem næst ekkert um líf okkar að segja – erum valdalaus. Ekkert af þessu breytir svo því að flestar ríkar konur eiga ekki peningana sína sjálfar – Melania á auðæfi sín í Donald og er honum undirskipuð – og að verkakonur sitja oft uppi með kvöldmatinn, uppvaskið og þvottavélina þegar vinnudeginum lýkur. Og það breytir heldur engu um þá fordóma sem trans- fólk eða samkynhneigðir eða útlendingar eða hörundsdökkir mæta í sínu daglega lífi. Og það þarf tungumál og orðræðu sem tekst á við þetta – en ekki á kostnað þess að við gerum lítið úr hinu (eða hinum), einsog oft er raunin. Talandi um uppvask og heimilisstörf. Mig langaði aðeins að tala um fjöl- skylduna við þig. Í bókinni eru nokkrar senur þar sem Hans Blær kemur hræðilega fram við mömmu sína. Eins og það skipti engu máli að þetta sé mamma hánar, sem elskar hána skilyrðislaust, hún sleppur ekki við and- lega tilraunastarfsemi. Þegar ég las þær senur komst ég næst því að hugsa að Hans Blær væri illt. Hans Blær situr náttúrulega uppi með móður sem lét hána alltaf þykjast – ekki vegna þess að hún væri vond heldur vegna þess að annað var einfald- lega varla í boði. Hún skildi ekki hvað barnið hennar var og það er ekkert í heiminum mannlegra en að loka augunum fyrir því sem við skiljum ekki og láta einsog það sé bara ekki til. Af því það kostar átök, kostar hugrekki og við erum ekki alltaf hugrökk – við erum breysk. Sennilega er það höfuðástæðan TMM_4_2018.indd 60 6.11.2018 10:22
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.