Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 62

Tímarit Máls og menningar - 01.11.2018, Qupperneq 62
H a l l a Þ ó r l a u g Ó s k a r s d ó t t i r 62 TMM 2018 · 4 ekki síst pólitískt. Við getum mætt kjallaragreinum með allar varnir uppi en í skáldskap erum við nakin að bíða þess að verða hrærð. Þess vegna er innræting í skáldskap svona óþægileg. Það er ekki bara farið yfir einhver þeoretísk mörk milli skáldskapar og ádeilu – það er beinlínis farið yfir per- sónuleg mörk lesandans. Og mér finnst það sjálfum ekki endilega skárra þegar ég er sammála höfundinum. Ég hef reyndar lengi verið áhugasamur um það hvernig mörgum virðist finnast vondar bækur góðar ef þeir eru sammála predikunum höfundar – svona einsog alls kyns málsmetandi fólk vill meina að Atlas Shrugged eftir Ayn Rand sé góðar bókmenntir. Við eigum okkur ábyggilega öll þannig bók, einhverja bók sem okkur finnst voguð og rosaleg, en reynist svo bara vera, þegar maður gaumgæfir það, illa skrifað rant sem leikur sér að réttlætiskennd manns. Ég staldraði við eftirfarandi texta í bókinni. Mér fannst hann kallast sterkt á við það sem við vorum að tala um varðandi að skrifa um reynsluheim annarra, en einnig þetta með að fá að lesa um ólíka reynslu. Bækur eru í besta falli færar um að aðstoða mann við að setja upplifanir sínar í sam- hengi. En ef upplifunina skortir – ef maður hefur engin sönnunargögn um hana aðra en bókina, ef maður ber ekkert mar eftir harminn og hefur aldrei fengið sogmerki undan hamingjunni – þá verður allt samhengi sem hún lendir í falskt og það falska samhengi ber maður áfram á vængjum ójarðtengdrar menntunar, og í hennar nafni glepur maður nýja sakleysingja með nýjum bókum sem glepja aðra sakleysingja með öðrum bókum og fyrren varir býr maður í réttnefndum fílabeinsturni, frjáls undan efnisheiminum, í fullkomlega intelektúal paradís; sér og skilgreinir allt heimsins óréttlæti fyrir annarra hönd en skilur aldrei eigin stöðu í þessum hlægilega kosmós. Er maður samt ekki alltaf að skilgreina sjálfan sig, setja sig í einhverja stöðu gagnvart textanum – og heiminum, eitthvert samhengi. Skilur maður ein- hvern tímann sjálfur sína stöðu? Þarna er Hans Blær að færa rök fyrir eins konar verklegri menntun – þetta er næstum því marxískt. Því mætti auðvitað halda fram að lestur sé ekki ómerkilegri reynsla en að moka skurð og tvíhyggjan milli fræðilegs og verk- legs náms óþörf. Við hérna á vesturlöndum lifum auðvitað meira og meira í hausunum á okkur eða í gegnum skjáinn. Hugmyndin er sú að maður þurfi fjölþætta reynslu til þess að skilja sig – að svo miklu leyti sem maður getur skilið sig, það er aldrei fullkominn skilningur og leitinni lýkur aldrei. En maður þarf að hnita svolítið í kringum sig. Það fólk sem Hans Blær er að tala um, sem lifir í intelektúal paradís, er síðan svolítið einsog Don Kíkóti. Það hefur lesið svo mikið um dreka og kastala að þegar það lítur loks upp úr bókinni er heimurinn fullur af drekum og kastölum. TMM_4_2018.indd 62 6.11.2018 10:22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122
Qupperneq 123
Qupperneq 124
Qupperneq 125
Qupperneq 126
Qupperneq 127
Qupperneq 128
Qupperneq 129
Qupperneq 130
Qupperneq 131
Qupperneq 132
Qupperneq 133
Qupperneq 134
Qupperneq 135
Qupperneq 136
Qupperneq 137
Qupperneq 138
Qupperneq 139
Qupperneq 140
Qupperneq 141
Qupperneq 142
Qupperneq 143

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.